Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Brynjar Ingi í vörninni í níu marka leik - Kristall Máni skoraði
Kristall Máni var á skotskónum með SönderjyskE
Kristall Máni var á skotskónum með SönderjyskE
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi var í vörninni í ótrúlegum leik gegn Magdeburg
Brynjar Ingi var í vörninni í ótrúlegum leik gegn Magdeburg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir Íslendingar voru á ferðinni í hádegisleikjunum í Evrópuboltanum í dag, en Kristall Máni Ingason komst á skotskóna í 2-0 sigri SönderjyskE á Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni.

Kristall og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði danska liðsins.

Sá fyrrnefndi skoraði mark sitt á 53. mínútu og kom SönderjyskE í forystu áður en Alexander Lyng tryggði sigurinn nokkrum mínútum síðar.

Þetta var annað mark Kristals í deildinni fyrir SönderjyskE sem er í 5. sæti með 10 stig.

Brynjar Ingi Bjarnason var í vörninni hjá Greuther Fürth sem vann ótrúlegan 5-4 sigur á Magdeburg í þýsku B-deildinni. Magdeburg kom þrisvar til baka í leiknum áður en Brynjar og félagar skoruðu sigurmark seint í uppbótartíma. Þetta var annar sigur Greuther sem er með 6 stig í 10. sæti.

Elías Már Ómarsson lék allan leikinn hjá Meizhou Hakka sem tapaði fyrir Shenzhen Xinpengcheng, 2-0, í kínversku úrvalsdeildinni. Meizhou er í 14. sæti með 17 stig.

Guðmundur Þórarinsson byrjaði hjá Noah sem tapaði fyrir Alashkert, 2-0, í armensku deildinni. Noah, sem varð deildarmeistari á síðasta ári, er í 5. sæti með 6 stig eftir fimm umferðir.

Daníel Tristan Guðjohnsen lék allan leikinn hjá Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á lokamínútum leiksins.

Fjórir Íslendingar komu við sögu er Djurgården vann Norrköping, 4-0. Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu hjá Norrköping á meðan Mikael Neville Anderson byrjaði hjá Djurgården.

Jónatan Guðni Arnarsson kom inn af bekknum hjá Norrköping í síðari hálfleik.

Malmö er í 4. sæti deildarinnar með 38 stig, Djurgården í 8. sæti með 34 stig og Norrköping í 11. sæti með 25 stig.
Athugasemdir