Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 20. september 2025 21:27
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara fáránlega vel, þetta er magnað afrek og ég er bara ótrúlega stolt af þessu" sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að hafa orðið markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.

Spurt var um leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  2 Þór/KA

„Þetta var frábær leikur og við vorum virkilega góðar frá fyrstu mínútu og skorum níu mörk í dag, það er bara mjög gott".

Hvernig fannst þér leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við vera mjög góðar frá upphafi og við klárum leikinn líka vel, þarna ég er mjög ánægð með sigur".

Spurt var um hvernig hugarfarið var eftir að hafa skorað fimm mörk í leiknum og orðin markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.

„Ég pældi ekkert í því þannig séð þegar ég fór í þennan leik, ég vissi alltaf að mig vantaði þrjú mörk upp á það, svo þegar ég heyri í kerfinu ég var orðin markahæst, þá var það bara geggjað og svo bættist tvö bónus mörk í viðbót".

Spurt var um dráttinn gegn Spartak Subotica.

„Við höfum ekki byrjað á preppinu, það eru tvo til þrjá leiki áður en við förum út, Nik verður örugglega með geggjað power point show".

„Gríðarlega spennandi og fengum fínan drátt held ég, þannig að þetta verður skemmtilegt".


Athugasemdir
banner
banner
banner