Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   lau 20. september 2025 21:27
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara fáránlega vel, þetta er magnað afrek og ég er bara ótrúlega stolt af þessu" sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir að hafa orðið markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.

Spurt var um leikinn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  2 Þór/KA

„Þetta var frábær leikur og við vorum virkilega góðar frá fyrstu mínútu og skorum níu mörk í dag, það er bara mjög gott".

Hvernig fannst þér leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við vera mjög góðar frá upphafi og við klárum leikinn líka vel, þarna ég er mjög ánægð með sigur".

Spurt var um hvernig hugarfarið var eftir að hafa skorað fimm mörk í leiknum og orðin markahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi.

„Ég pældi ekkert í því þannig séð þegar ég fór í þennan leik, ég vissi alltaf að mig vantaði þrjú mörk upp á það, svo þegar ég heyri í kerfinu ég var orðin markahæst, þá var það bara geggjað og svo bættist tvö bónus mörk í viðbót".

Spurt var um dráttinn gegn Spartak Subotica.

„Við höfum ekki byrjað á preppinu, það eru tvo til þrjá leiki áður en við förum út, Nik verður örugglega með geggjað power point show".

„Gríðarlega spennandi og fengum fínan drátt held ég, þannig að þetta verður skemmtilegt".


Athugasemdir