Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   lau 20. september 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds skrifar undir nýjan þriggja ára samning við Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Þór. Þetta var tilkynnt á lokahófi Þórs í kvöld.

Sigurður Heiðar tók við Þórs liðinu eftir sumarið 2023 og skrifaði undir þriggja ára samning sem þýðir að sá samningur hefði gilt út næsta tímabil.

Liðið var í brasi síðasta sumar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var vel styrkt í vetur og endaði á því að vinna Lengjudeildina í ár og tryggði sér sæti í Bestu deildinni næsta sumar.

Liðið lagði Þrótt í Laugardalnum í úrslitaleiknum um toppsætið og þar með sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner