Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Þór. Þetta var tilkynnt á lokahófi Þórs í kvöld.
Sigurður Heiðar tók við Þórs liðinu eftir sumarið 2023 og skrifaði undir þriggja ára samning sem þýðir að sá samningur hefði gilt út næsta tímabil.
Sigurður Heiðar tók við Þórs liðinu eftir sumarið 2023 og skrifaði undir þriggja ára samning sem þýðir að sá samningur hefði gilt út næsta tímabil.
Liðið var í brasi síðasta sumar og hafnaði í 10. sæti. Liðið var vel styrkt í vetur og endaði á því að vinna Lengjudeildina í ár og tryggði sér sæti í Bestu deildinni næsta sumar.
Liðið lagði Þrótt í Laugardalnum í úrslitaleiknum um toppsætið og þar með sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir