Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 14:25
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Arsenal: Szoboszlai áfram í bakverði - Eze og Ödegaard á bekknum
Alexis Mac Allister kemur aftur í lið Liverpool
Alexis Mac Allister kemur aftur í lið Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool og Arsenal eigast við í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 á Anfield í dag.

Þetta er annar stórleikur tímabilsins, en Arsenal mætti Manchester United í fyrstu umferðinni og hafði þar 1-0 sigur.

Arne Slot, stjóri Liverpool, gerir aðeins eina breytingu frá dramatíska 3-2 sigrinum á Newcastle á St. James' Park, en Alexis Mac Allister kemur inn í liðið stað Curtis Jones sem kemur á bekkinn.

Dominik Szboszlai verður áfram í hægri bakverðinum eftir frábæra frammistöðu gegn Newcastle.

Mikel Arteta neyðist til að gera breytingar á liði sínu. Bukayo Saka er ekki með vegna meiðsla. Gabriel Martinelli kemur í stað hans og þá kemur Mikel Merino inn fyrir Martin Ödegaard sem tekur sér sæti á bekkinn.

Eberechi Eze, sem gekk í raðir Arsenal frá Crystal Palace á dögunum, er einnig á bekknum.

Liverpool: Alisson; Konaté, Van Dijk, Kerkez; Szoboszlai, Mac Allister, Gravenberch; Salah, Wirtz, Gakpo; Ekitike.

Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Gabriel, Calafiori; Mikel Merino, Zubimendi, Rice; Madueke, Gyökeres, Martinelli.
Athugasemdir
banner