Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 13:07
Brynjar Ingi Erluson
Emmanuel Dennis riftir við Forest (Staðfest)
Emmanuel Dennis
Emmanuel Dennis
Mynd: EPA
Nígeríski sóknarmaðurinn Emmanuel Dennis hefur fengið samningi sínum rift hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest, en þetta kemur fram í tilkynningu frá Forest í dag.

Dennis eyddi þremur árum hjá Forest. Hann skoraði 10 mörk í ensku úrvalsdeildinni með Watford tímabilið 2021-2022 áður en hann var keyptur til Forest.

Þar tókst honum engan veginn að finna sig og skoraði aðeins tvö mörk í 19 deildarleikjum.

Hann var í þrígang lánaður frá félaginu. Fyrst til Istanbul Basaksehir, síðan aftur til Watford og þá lék hann með Blackburn Rovers á síðustu leiktíð.

Dennis og Forest komust að samkomulagi í dag um að rifta samningnum og er hann því laus allra mála.

Nígeríumaðurinn, sem er 27 ára gamall, er í leit að nýju félagi en samkvæmt ensku miðlunum stefnir hann á að vera áfram á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner