Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fenerbahce í viðræðum við Man City um Ederson
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Fenerbahce hefur sett sig í samband við Manchester City til að ræða um kaupverð fyrir brasilíska markvörðinn Ederson.

Ederson er aðeins með eitt ár eftir af samningi við Man City og hefur ekki komið við sögu á upphafi tímabils. James Trafford var keyptur fyrir um 30 milljónir punda fyrr í sumar og hefur varið mark liðsins.

Galatasaray, helsti keppinautur Fenerbahce, var í samskiptum við Ederson og Man City fyrr í sumar en náði ekki samkomulagi við ensku risana um kaupverð. Ederson virðist hins vegar vera tilbúinn til að skipta um félag þrátt fyrir að vera álitinn aðalmarkvörður hjá City.

Talið er að Man City sé reiðubúið til að selja Ederson fyrir um 15 til 20 milljónir evra. Opnunartilboð Fenerbahce hljóðar upp á 12 milljónir.

   16.08.2025 11:52
Galatasaray leggur fram formlegt tilboð í Ederson


Núna ætlar Fenerbahce að reyna að semja við City um kaupverð fyrir markvörðinn öfluga. Ederson er 32 ára gamall og hefur spilað 372 leiki á átta árum í Manchester, auk þess að eiga 29 landsleiki að baki fyrir Brasilíu.

City er tilbúið til að kaupa ítalska landsliðsmarkvörðinn öfluga Gianluigi Donnarumma úr röðum PSG til að fylla í skarðið.

   27.08.2025 16:02
Donnarumma gefur ekki upp vonina

Athugasemdir
banner