Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 12:48
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur Hermanns í landsliðið fyrir Orra Stein
Icelandair
Hjörtur er mættur aftur í A-landsliðið
Hjörtur er mættur aftur í A-landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur kallað Hjört Hermannsson inn í hópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Aserbaísjan í undankeppni HM í næsta mánuði, en hann kemur inn fyrir Orra Stein Óskarsson sem meiddist með Real Sociedad um helgina.

Orri Steinn byrjaði í fremstu víglínu hjá Sociedad gegn Oviedo en fór af velli þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum.

Framherjinn meiddist í leiknum og er ljóst að hann getur ekki spilað með landsliðinu þegar það mætir Aserbaísjan og Frakklandi í undankeppni HM í næsta mánuði.

Orri, sem tók við fyrirliðabandinu hjá íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári, dettur því út úr hópnum og hefur Arnar kallað varnarmanninn Hjört Hermannsson inn í hans stað.

Miðvörðurinn þrítugi á 29 A-landsleiki og 1 mark fyrir landsliðið, en hann lék síðast með liðinu gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni fyrir ári síðan.


Athugasemdir
banner