Kane gæti tekið við af Lewandowski - Amorim fær pening - Camavinga til Englands?
   sun 31. ágúst 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Evrópuveldin mætast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem heil umferð fer fram rétt fyrir tvískiptingu í Bestu deild karla.

Leikir dagsins eru gríðarlega mikilvægir þar sem enn er verið að berjast á öllum vígstöðvum deildarinnar. Sex lið eru að berjast um tvö síðustu sætin í efri hlutanum fyrir tvískiptingu.

Eitt þeirra er ÍBV sem tekur á móti botnliði ÍA. Skagamenn þurfa á sigri að halda í fallbaráttunni. Annað þeirra er FH, sem heimsækir nýliða Aftureldingar sem eru einnig í harðri fallbaráttu og þurfa á sigri að halda.

Vestri og KR eru bæði í þessari sex liða baráttu en það eru þrjú stig sem skilja liðin að sem stendur, þar sem Vestri er í efri hlutanum á markatölu á meðan KR er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið í ótrúlega jafnri deild.

Síðar í dag mæta toppbaráttuliðin til leiks. Þar trónir Valur á toppi deildarinnar sem stendur, með tveggja stiga forystu á Víking R.

Valsarar heimsækja Fram á sama tíma og Víkingur spilar við Breiðablik í risaslag Evrópuveldanna.

Þar á undan spilar Stjarnan við KA í spennandi slag. Garðbæingar eru á frábæru skriði.

Í 2. deild karla mætir Höttur/Huginn til leiks á heimavelli gegn Haukum. Austfirðingar eru í fallsæti og þurfa því á sigri að halda, á meðan Haukar sigla lygnan sjó.

Að lokum eru leikir á dagskrá í 2. deild kvenna, þar sem ÍH þarf sigur til að eiga möguleika á að stela toppsætinu af Selfossi í lokaumferðunum.

Besta-deild karla
14:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
14:00 Afturelding-FH (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
17:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

2. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-Haukar (Fellavöllur)

2. deild kvenna - A úrslit
16:00 Völsungur-ÍH (PCC völlurinn Húsavík)

2. deild kvenna - B úrslit
14:00 Vestri-Sindri (Þróttheimar)
16:00 Dalvík/Reynir-Álftanes (Dalvíkurvöllur)

2. deild kvenna - C úrslit
14:00 Einherji-ÍR (Vopnafjarðarvöllur)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 22 14 2 6 60 - 35 +25 44
2.    Grótta 22 13 5 4 47 - 25 +22 44
3.    Þróttur V. 22 13 3 6 32 - 24 +8 42
4.    Kormákur/Hvöt 22 11 2 9 35 - 37 -2 35
5.    Dalvík/Reynir 22 10 4 8 38 - 26 +12 34
6.    KFA 22 9 5 8 53 - 45 +8 32
7.    Haukar 22 9 4 9 36 - 40 -4 31
8.    Víkingur Ó. 22 8 4 10 42 - 40 +2 28
9.    Kári 22 8 0 14 32 - 55 -23 24
10.    KFG 22 6 5 11 38 - 52 -14 23
11.    Víðir 22 5 5 12 33 - 41 -8 20
12.    Höttur/Huginn 22 4 5 13 27 - 53 -26 17
2. deild kvenna - A úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 17 16 1 0 68 - 10 +58 49
2.    ÍH 17 12 2 3 79 - 23 +56 38
3.    Völsungur 17 11 0 6 54 - 40 +14 33
4.    Fjölnir 17 6 2 9 34 - 48 -14 20
Athugasemdir
banner
banner