Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 12:45
Brynjar Ingi Erluson
Kevin fer til Fulham - Vilja einnig fá Chukwueze
Samuel Chukwueze er orðaður við Fulham
Samuel Chukwueze er orðaður við Fulham
Mynd: EPA
Fulham ætlar að bæta tveimur kantmönnum við hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.

Sky Sports sagði frá því í dag að Fulham væri búið að ganga frá samkomulagi við úkraínska félagið Shakhtar um brasilíska leikmanninn Kevin.

Kevin, sem er 22 ára gamall, verður annar leikmaðurinn sem Fulham fær í glugganum á eftir markverðinum Benjamin Lecomte, en kaupverðið á Kevin nemur um 35 milljónum punda.

Hann er á leið í læknisskoðun hjá Fulham og mun síðan skrifa undir langtímasamning.

Fulham vill bæta öðrum kantmanni við hópinn áður en glugginn lokar á morgun, en það er einnig í viðræðum við AC Milan um nígeríska leikmanninn Samuel Chukwueze.

Félagið hefur verið á eftir Chukwueze síðasta árið, en Milan hafnaði tilboði Fulham í janúar og vonast það nú til þess að geta loksins landað honum.

Viðræður eru í gangi, en fleiri leikmenn koma til greina í stöðuna og hafa þeir Reiss Nelson, Raheem Sterling og Dilane Bakwa einnig verið nefndir.
Athugasemdir