Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 12:19
Brynjar Ingi Erluson
Lindelöf gengur í raðir Aston Villa
Victor Lindelöf
Victor Lindelöf
Mynd: EPA
Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf verður áfram í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur náð samkomulagi um að ganga í raðir Aston Villa.

Lindelöf yfirgaf Manchester United í sumar þegar samningur hans rann út.

Everton og Fiorentina höfðu sent sænska leikmanninum samningstilboð áður en Aston Villa kom inn í myndina. Samkvæmt Fabrizio Romano var samningstilboð Villa töluvert hærra, en hann gerir tveggja ára samning með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar.

Öflug viðbót inn í hópinn hjá Villa en Lindelöf á 194 leiki að baki með Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.

Áður spilaði þessi 31 árs gamli miðvörður með Benfica í Portúgal og Västerås í heimalandinu. Hann á 71 landsleik og 3 mörk með sænska landsliðinu.


Athugasemdir
banner