Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf verður áfram í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur náð samkomulagi um að ganga í raðir Aston Villa.
Lindelöf yfirgaf Manchester United í sumar þegar samningur hans rann út.
Everton og Fiorentina höfðu sent sænska leikmanninum samningstilboð áður en Aston Villa kom inn í myndina. Samkvæmt Fabrizio Romano var samningstilboð Villa töluvert hærra, en hann gerir tveggja ára samning með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar.
Öflug viðbót inn í hópinn hjá Villa en Lindelöf á 194 leiki að baki með Man Utd í ensku úrvalsdeildinni.
Áður spilaði þessi 31 árs gamli miðvörður með Benfica í Portúgal og Västerås í heimalandinu. Hann á 71 landsleik og 3 mörk með sænska landsliðinu.
???????????? Victor Lindelöf to Aston Villa, here we go! Medical underway right now approved by #AVFC.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2025
The agreement is valid until June 2027 plus option until June 2028, higher proposal compared to Fiorentina/Everton.
Lindelöf said yes and now set for medical. pic.twitter.com/xPTqmz43x7
Athugasemdir