Bandaríski landsliðsmaðurinn Yunus Musah er á leið til Atalanta á láni frá AC Milan.
Musah er 22 ára gamall miðjumaður sem kemur úr akademíu Valencia.
Hann samdi við Milan árið 2023 og spilað nokkuð stórt hlutverk á tíma sínum hjá félaginu.
Atalanta hafði samband við Milan á dögunum til að ræða um Musah og er samkomulag í höfn. Hann fer á láni út tímabilið og getur Atalanta gert skiptin varanleg eftir tímabilið.
Heildarpakkinn er talinn nema um 25 milljónum evra, það er að segja ef Atalanta nýtir kaupákvæðið.
Musah mun framlengja samning sinn hjá Milan áður en hann heldur til Atalanta.
Athugasemdir