Hópur stuðningsmanna AS Roma mætti á flugvöllinn í Róm til að taka á móti gríska bakverðinum Kostas Tsimikas í gær.
Tsimikas gengur til liðs við Roma á eins árs lánssamningi sem er líklegast með kaupmöguleika innifalinn.
29.08.2025 18:30
Tsimikas búinn að kveðja samherja sína hjá Liverpool
Tsimikas er 29 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Hann tók þátt í 29 leikjum á síðustu leiktíð og hafa stjórnendur Liverpool fulla trú á því að hann muni gera góða hluti í ítalska boltanum til að viðhalda verðmiðanum sínum.
Liverpool er talið vilja um 15 til 20 milljónir punda fyrir vinstri bakvörðinn sinn.
Rómverjar eru líka að reyna að krækja í Tyrique George úr röðum Chelsea, en Fulham er einnig áhugasamt.
George er 19 ára kantmaður með 34 leiki að baki fyrir yngri landslið Englands. Hann er uppalinn hjá Chelsea og hefur komið við sögu í 27 keppnisleikjum með meistaraflokki.
Hann er aðeins með tvö ár eftir af samningi sínum við félagið og vill fá meiri spiltíma.
Roma er búið að næla sér í sjö leikmenn í sumarglugganum, þar af koma Evan Ferguson og Leon Bailey á lánssamningum úr ensku úrvalsdeildinni, ekki ósvipað Tsimikas.
Athugasemdir