Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
banner
   fös 29. ágúst 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tsimikas búinn að kveðja samherja sína hjá Liverpool
Mynd: EPA
Kostas Tsimikas er búinn að kveðja samherja sína hjá Liverpool en hann er á leið í læknisskoðun hjá Roma.

Vinstri bakvörðurinn verður á láni hjá ítalska félaginu út tímabilið. Það er ekki kaupmöguleiki í samningnum en Roma mun borga launin hans.

Upphaflega vildi Liverpool selja Tsimikas sem á ekki framtíð undir stjórn Arne Slot.

Hann keypti Milos Kerkez frá Bournemouth í sumar og þá verður Andy Robertson í baráttu við hann um stöðuna.
Athugasemdir