Þórarinn Ingi Valdimarsson meiddist illa í leik Stjörnunnar og Fylkis en leiknum er að ljúka. Stjarnan er 4-1 yfir en hér má nálgast textalýsingu frá honum.
Eftir um tíu mínútna leik meiddist Þórarinn og þurfti að fara af velli.
Eftir um tíu mínútna leik meiddist Þórarinn og þurfti að fara af velli.
„Fylkir fær aukaspyrnu út á hægri væng eftir að Þórarinn Ingi gerist brotlegur, Hann steinliggur og virðist hafa farið frekar illa út úr þessu, báðir sjúkraþjálfarar á vettvangi og þetta lítur ekki vel út," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, textalýsandi Fótbolta.net.
„Tóti fer af velli á börum og hefur lokið leik. Vondar fréttir fyrir heimamenn en engin aukvisi sem fyllir skarð hans."
Á 31. mínútu kom svo þessi færsla:
„Á meðan á þessu stóð mætti sjúkrabíll til að koma Þórarni undir læknishendur. Við óskum honum að sjálfsögðu skjóts bata."
Athugasemdir