Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 04. ágúst 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Spáin fyrir enska - 10. sæti
West Ham
Hamrarnir fagna marki.
Hamrarnir fagna marki.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini er reyndur stjóri.
Manuel Pellegrini er reyndur stjóri.
Mynd: Getty Images
Sebastien Haller er dýrastur í sögu West Ham.
Sebastien Haller er dýrastur í sögu West Ham.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Mark Noble er á sínum stað.
Fyrirliðinn Mark Noble er á sínum stað.
Mynd: Getty Images
Michail Antonio tekur dansspor.
Michail Antonio tekur dansspor.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer af stað eftir aðeins fimm daga! kynnum liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 10. sæti er West Ham.

Um liðið: West Ham endaði í 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2016 en hefur ekki náð að fylgja því eftir undanfarin þrjú tímabil. Metnaðurinn er mikill hjá eigendum West Ham og félagið vill komast í Evrópubaráttuna. Alltaf virðist þó eitthvað vanta upp á.

Staða á síðasta tímabili: 10. sæti

Stjórinn: Manuel Pellegrini er gríðarlega reyndur stjóri en hann hefur séð ýmislegt á ferlinum. Eftir að hafa gert Manchester City að ensku meisturunum fór Pellegrini í peningana í Kína en hann kom síðan aftur til Englands í fyrrasumar til að taka við West Ham. Hinn 65 ára gamli Pellegrini stillir væntanlega upp í 4-2-3-1 í vetur og reynir að ná meira út úr Hömrunum en á síðasta tímabili.

Styrkleikar: Hamrarnir hafa marga mjög öfluga leikmenn í hópnum og ef allt smellur hjá Pellegrini og lærisveinum hans gæti liðið orðið illviðráðanlegt á komandi tímabili. Sebastian Haller og Pablo Fornals eru mjög spennandi leikmenn sem hafa bæst við hópinn frá síðasta tímabili.

Veikleikar: Erfið meiðsli og lítill stöðugleiki einkenndu tímabilið hjá West Ham á síðasta tímabili. Liðið þarf að tengja betur saman sigra og fá fleiri mörk frá sóknarmönnum sínum. Marko Arnautovic, sem fór til Kína í sumar, skoraði tíu mörk á síðasta tímabili og aðrir minna.

Talan: 5. Mark Noble var stoðsendingahæstur á síðasta tímabili með fimm stoðsendingar. Stuðningsmenn West Ham vona að leikmenn eins og Pablo Fornals og Manuel Lanzini geti bætt þessar tölu í vetur.

Lykilmaður: Sebastian Haller
Framherjar hafa komið og farið hjá West Ham í áraraðir en fáir af þeim hafa skilað mikið af mörkum. Haller er dýrasti leikmaðurinn í sögu West Ham en hann kostaði 45 milljónir punda þegar hann kom frá Frankfurt í sumar. Hjá West Ham binda menn vonir við það að svarið sé loksins fundið í fremstu víglínu.

Fylgstu með: Pablo Fornals
Gríðarlega spennandi miðjumaður sem West Ham keypti frá Villarreal í sumar. Fornals hjálpaði Spánverjum að vinna EM U21 árs landsliða í sumar en frammistaða hans þar gaf góðar vísbendingar fyrir komandi tímabil á Englandi.

Tómas Þór Þórðarson - Ritstjóri enska boltans hjá Símanum
„Hamrarnir hafa hamrað sig sem algjört meðallið en það er alltaf í kringum tíunda sætið sama hvaða lúxus leikmenn eru keyptir og hvaða stjórar halda um taumana. Gold og Sullivan eru búnir að splæsa í 40 milljóna punda framherja í Sebastian Heller frá Þýskalandi sem var með 0,5 mörk að meðaltali í leik í Hollandi en aðeins minna í Þýskalandi. Nú er bara að vona að enska úrvalsdeildin reynist honum ekki um megn. Þetta lið hefur allt til þess að sækja á aðeins efri sæti og vonandi fyrir harða stuðningsmenn West Ham verður liðið nær Evrópu en síðustu tvö tímabil.“

Undirbúningstímabilið:
Rheindorf Altach 2 - 3 West Ham
Manchester City 4 - 1 West Ham
Newcastle United 1 - 0 West Ham
Fulham 0 - 1 West Ham
Hertha 3 - 5 West Ham
West Ham 2 - 2 Athletic Bilbao (tap í vítaspyrnukeppni)

Komnir:
Roberto frá Espanyol - Frítt
David Martin frá Millwall - Frítt
Pablo Fornals frá Villarreal - 24 milljónir punda
Sebastian Haller frá Eintract Frankfurt - 45 milljónir punda

Farnir:
Samir Nasri til Anderlecht - Frítt
Andy Carroll - Samningslaus
Adrian - Samningslaus
Edimilson Fernandes til FSV Mainz - Kaupverð ekki gefið upp
Lucas Perez til Alaves - Kaupverð ekki gefið upp
Pedro Obiang til Sassuolo - Kaupverð ekki gefið upp
Marko Arnautovic til Shanghai SIPG - 22 milljónir punda
Sam Byram til Norwich - 750 þúsund pund
Jordan Hugill til QPR - Á láni

Þrír fyrstu leikir: Manchester City (H), Brighton (Ú), Watford (Ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson og Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. West Ham, 88 stig
11. Watford, 75 stig
12. Bournemouth, 66 stig
13. Aston Villa, 65 stig
14. Southampton, 59 stig
15. Crystal Palace, 53 stig
16. Burnley, 39 stig
17. Newcastle, 33 stig
18. Brighton, 23 stig
19. Norwich, 19 stig
20. Sheffield United, 13 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner