Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fös 06. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 9. sæti
Strákunum í KA er spáð níunda sæti.
Strákunum í KA er spáð níunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Akureyrarvöllur telst til styrkleika KA.
Akureyrarvöllur telst til styrkleika KA.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Markvörðurinn Sandor Matus er lykilmaður.
Markvörðurinn Sandor Matus er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Guðmundur Óli Steingrímsson.
Guðmundur Óli Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. KA 103
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

9. KA
Heimasíða: ka-sport.is
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 1. deild

KA var í basli stærstan hluta síðasta tímabils og hafnaði í níunda sæti. Þetta árið mun liðið einnig enda í níunda sæti ef spáin rætist. Lokakafli síðasta sumars var dapur hjá Akureyrarliðinu. Liðið er talsvert breytt frá því í fyrra og hefur erlendum leikmönnum fækkað.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

KA hefur orðið fyrir töluverðri blóðtöku síðan síðasta sumar. Þeir hafa misst bæði David Disztl og Janes Vrenko og svo hefur Túfa, Srjdan Tufegdzic, ekkert spilað með þeim í allan vetur. Í staðinn hafa þeir fengið efnilega stráka lánaða frá liðum í Pepsi-deildinni.

Styrkleikar: Það er alltaf erfitt fyrir önnur lið að fara norður að spila. Þetta eru ferðalög og ég tel að Akureyrarvöllur sé einn af þeirra styrkleikum. Markvörðurinn Sandor Matus hefur verið í hópi bestu markvarða landsins. Hann átti reyndar ekki gott tímabil í fyrra en ég held að hann verði einn af lykilmönnum liðsins í sumar. Haukur Heiðar Hauksson hægri bakvörður hefur verið sterkur hjá þeim síðustu ár og er lykilmaður þrátt fyrir ungan aldur.

Veikleikar: Hafa misst lykilmenn ásamt því að það er kominn nýr þjálfari. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara að koma sér inn í hlutina og einnig fyrir aðra leikmenn að taka við keflinu af þeim sem eru farnir. Framherjinn spræki Ágúst Örn Arnarson sem þeir fengu lánaðan frá Breiðabliki verður ekki með þar sem hann sleit krossbönd. Ég tel að það sé mikill missir fyrir þá, hann hefði getað orðið drjúgur fyrir þá í sumar.

Lykilmenn: Sandor Matus, Haukur Heiðar Hauksson og Guðmundur Óli Steingrímsson.

Gaman að fylgjast með: Hallgrímur Mar Steingrímsson, eldsnöggur og flinkur kantmaður frá Húsavík. Steinn Gunnarsson er líka strákur sem vert er að fylgjast með.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Gunnlaugur Jónsson tók við KA í vetur. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann starfaði í eitt ár. Gunnlaugur er fæddur árið 1974 og gríðarlega reynslumikill sem leikmaður. Hann hóf þjálfaraferil sinn sem spilandi þjálfari á Selfossi fyrir tímabilið 2009. Hann gerði gott verk þar og undir hans stjórn unnu Selfyssingar fyrstu deildina og komust upp í úrvalsdeild. Undir hans stjórn hafnaði Valur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar.


Komnir:
Andrés Vilhjálmsson frá Þrótti
Ágúst Örn Arnarson frá Breiðabliki á láni
Boris Lumbana frá Örebro
Dan Howell frá Gróttu
Elvar Páll Sigurðsson frá Breiðabliki á láni
Hallgrímur Mar Steingrímsson frá Völsungi
Víkingur Hauksson úr Draupni

Farnir:
Andri Fannar Stefánsson í Val
David Disztl í Þór
Daniel Alan Stubbs
Dean Martin í ÍA
Janez Vrenko í Þór


Fyrstu leikir KA 2011:
13. maí: Leiknir - KA
20. maí: KA - ÍR
28. maí: HK - KA
banner
banner
banner