Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Víkingur Ó. 122 stig
7. ÍR 116 stig
8. BÍ/Bolungarvík 105 stig
9. KA 103 stig
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig
6. Víkingur Ólafsvík
Heimasíða: vikingurol.bloggar.is
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild
Ólafsvíkingar eru mættir aftur upp eftir eins árs dvöl í 2. deild. Þeir rúlluðu 2. deildinni upp í fyrra og voru án nokkurs vafa langsterkasta liðið þar. Liðið fór í gegnum sumarið án þess að tapa deildarleik. Í bikarkeppninni vakti liðið einnig mikla athygli en það lagði meðal annars úrvalsdeildarlið Stjörnunnar. Ljóst er að önnur lið 1. deildarinnar munu taka Víkingsliðið alvarlega sem sést meðal annars á því hve ofarlega nýliðunum er spáð.
Víkingar frá Ólafsvík eru komnir upp eftir ævintýralegt fyrrasumar þar sem þeir voru frábærir. Þeir spiluðu góðan fótbolta, unnu deildina með yfirburðum og komust í undanúrslit bikars. Ég held að tímabil geti ekki orðið betra hjá 2. deildarliði.
Styrkleikar: Ólsarar hafa alltaf haft mikið af útlendingum hjá sér en þeir hafa mjög góða útlendinga núna. Þeir koma til með að vera töluvert sterkari í 1. deildinni núna en þeir hafa verið undanfarin ár sem þeir hafa verið í deildinni. Liðið er með reyndan þjálfara sem þekkir liðið sitt út og inn. Heimavöllur þeirra er algjör gryfja og liðið er samheldið og gott.
Veikleikar: Skortur á breidd er klárlega helsti veikleiki liðsins. Eru með flott byrjunarlið en ekki má mikið út af bregða. Gætu lent í vandræðum þegar líða fer á mótið. Þá er liðið ekki með marga reynslubolta sem eiga marga leiki að baki í þessari deild.
Lykilmenn: Einar Hjörleifsson, Birgir Hrafn Birgisson og Þorsteinn Már Ragnarsson.
Gaman að fylgjast með: Brynjar Kristmundsson, hægri bakvörður. Fljótur og leikinn strákur sem er mjög efnilegur.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:

Þjálfarinn
Ejub Purisevic er öllum hnútum kunnugur hjá Víkingi en hann stýrði liðinu frá 2003-2008 og tók svo aftur við stjórnartaumunum fyrir síðasta tímabil. Ejub tók fyrst við liðinu fyrir sumarið 2003 og stýrði því til sigurs í þriðju deildinni. Ári síðar var liðið í öðru sæti í annarri deild og liðið hélt sæti sínu í fyrstu deild í fjögur ár undir stjórn Ejub.
Komnir:
Birgir Hrafn Birgisson frá Stjörnunni
Emir Dokara frá Bosníu/Herzegóvínu
Gísli Freyr Brynjarsson frá ÍA
Heiðar Atli Emilsson frá Stjörnunni
Ragnar Mar Sigrúnarson frá HK
Snæbjörn Aðalsteinsson frá Danmörku
Steinar Már Ragnarsson frá Grundarfirði
Farnir:
Aleksandrs Cekulajevs til Eistlands
Brynjar Gauti Guðjónsson í ÍBV
Sindri Már Sigurþórsson í Stjörnuna (Var á láni)
Fyrstu leikir Víkings 2011:
14. maí: Víkingur Ó. - Haukar
20. maí: Fjölnir - Víkingur Ó.
28. maí: Víkingur Ó. - Grótta