Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 09. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 6. sæti
Víkingar fagna marki gegn nöfnum sínum í Reykjavík.
Víkingar fagna marki gegn nöfnum sínum í Reykjavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólsarar unnu 2. deildina með glæsibrag í fyrra.
Ólsarar unnu 2. deildina með glæsibrag í fyrra.
Mynd: Alfons Finnsson
Helgi Óttarr Hafsteinsson í bikarleiknum gegn FH.
Helgi Óttarr Hafsteinsson í bikarleiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Víkingur Ó. 122 stig
7. ÍR 116 stig
8. BÍ/Bolungarvík 105 stig
9. KA 103 stig
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

6. Víkingur Ólafsvík
Heimasíða: vikingurol.bloggar.is
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild

Ólafsvíkingar eru mættir aftur upp eftir eins árs dvöl í 2. deild. Þeir rúlluðu 2. deildinni upp í fyrra og voru án nokkurs vafa langsterkasta liðið þar. Liðið fór í gegnum sumarið án þess að tapa deildarleik. Í bikarkeppninni vakti liðið einnig mikla athygli en það lagði meðal annars úrvalsdeildarlið Stjörnunnar. Ljóst er að önnur lið 1. deildarinnar munu taka Víkingsliðið alvarlega sem sést meðal annars á því hve ofarlega nýliðunum er spáð.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

Víkingar frá Ólafsvík eru komnir upp eftir ævintýralegt fyrrasumar þar sem þeir voru frábærir. Þeir spiluðu góðan fótbolta, unnu deildina með yfirburðum og komust í undanúrslit bikars. Ég held að tímabil geti ekki orðið betra hjá 2. deildarliði.

Styrkleikar: Ólsarar hafa alltaf haft mikið af útlendingum hjá sér en þeir hafa mjög góða útlendinga núna. Þeir koma til með að vera töluvert sterkari í 1. deildinni núna en þeir hafa verið undanfarin ár sem þeir hafa verið í deildinni. Liðið er með reyndan þjálfara sem þekkir liðið sitt út og inn. Heimavöllur þeirra er algjör gryfja og liðið er samheldið og gott.

Veikleikar: Skortur á breidd er klárlega helsti veikleiki liðsins. Eru með flott byrjunarlið en ekki má mikið út af bregða. Gætu lent í vandræðum þegar líða fer á mótið. Þá er liðið ekki með marga reynslubolta sem eiga marga leiki að baki í þessari deild.

Lykilmenn: Einar Hjörleifsson, Birgir Hrafn Birgisson og Þorsteinn Már Ragnarsson.

Gaman að fylgjast með: Brynjar Kristmundsson, hægri bakvörður. Fljótur og leikinn strákur sem er mjög efnilegur.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Ejub Purisevic er öllum hnútum kunnugur hjá Víkingi en hann stýrði liðinu frá 2003-2008 og tók svo aftur við stjórnartaumunum fyrir síðasta tímabil. Ejub tók fyrst við liðinu fyrir sumarið 2003 og stýrði því til sigurs í þriðju deildinni. Ári síðar var liðið í öðru sæti í annarri deild og liðið hélt sæti sínu í fyrstu deild í fjögur ár undir stjórn Ejub.

Komnir:
Birgir Hrafn Birgisson frá Stjörnunni
Emir Dokara frá Bosníu/Herzegóvínu
Gísli Freyr Brynjarsson frá ÍA
Heiðar Atli Emilsson frá Stjörnunni
Ragnar Mar Sigrúnarson frá HK
Snæbjörn Aðalsteinsson frá Danmörku
Steinar Már Ragnarsson frá Grundarfirði

Farnir:
Aleksandrs Cekulajevs til Eistlands
Brynjar Gauti Guðjónsson í ÍBV
Sindri Már Sigurþórsson í Stjörnuna (Var á láni)


Fyrstu leikir Víkings 2011:
14. maí: Víkingur Ó. - Haukar
20. maí: Fjölnir - Víkingur Ó.
28. maí: Víkingur Ó. - Grótta
banner
banner
banner