Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 08. maí 2011 09:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 1.deild karla: 7. sæti
Árni Freyr Guðnason er lykilmaður hjá ÍR.
Árni Freyr Guðnason er lykilmaður hjá ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimavöllur ÍR í Mjóddinni.
Heimavöllur ÍR í Mjóddinni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ÍR 116 stig
8. BÍ/Bolungarvík 105 stig
9. KA 103 stig
10. HK 63 stig
11. Þróttur 60 stig
12. Grótta 42 stig

7. ÍR
Heimasíða: ir.is
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í 1. deild

ÍR-ingar byrjuðu síðustu leiktíð af miklum krafti og unnu fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum. Liðið tók þátt í toppbaráttunni en svo fór að halla undan fæti og liðið seig niður í miðja deild þar sem það endaði. Mikil og sterk tenging hefur skapast milli ÍR og stórliðs FH í gegnum þjálfara Breiðholtsliðsins, Guðlaug Baldursson, og margir leikmenn ÍR sem eiga rætur að rekja í Hafnarfjörðinn.

Hvað segir Garðar Gunnar? Garðar Gunnar Ásgeirsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Garðar hefur verið sérfræðingur útvarpsþáttar Fótbolta.net um neðri deildirnar síðustu ár. Hann þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Leiknis í Breiðholti með góðum árangri.

ÍR-ingar byrjuðu síðustu leiktíð mjög öflugt en fataðist svo flugið. Liðið hefur fengið nokkra nýja leikmenn eins og Chris Vorenkamp, Rannver Sigurjónsson og svo núna síðast Brynjar Benediktsson sem hefur skorað töluvert mikið fyrir þá í Lengjubikarnum.

Styrkleikar: Þeir eru með öfluga sóknarlínu og hafa aldrei verið í vandræðum með að skora mörk. Ef þeir ná að þétta varnarleikinn sinn geta þeir gert fína hluti. Þeir hafa átt nokkra mjög góða leiki í vetur, unnu til að mynda Stjörnuna þar sem þeir virkuðu mjög sannfærandi. Haukur Ólafsson hefur verið mjög góður í vetur á miðjunni. Árni Guðnason er lykilmaður þrátt fyrir að hafa ekki verið nægilega góður í vetur. Hann hefur ekki verið eins beittur og hann hefur verið undanfarin ár en mikilvægt fyrir ÍR að hann komist í gang.

Veikleikar: ÍR hefur verið of mikið jójó-lið milli leikja. Þeir eru mjög óstöðugir, geta átt frábæra leiki en geta líka dottið niður á mjög lágt plan. Vandamál liðsins undanfarin ár hafa legið í varnarleiknum og það er þannig ennþá. Varnarleikurinn er ekki alveg nógu þéttur hjá þeim, þó hann sé aðeins betri en í fyrra, og þeir hleypa of mörgum mörkum inn.

Lykilmenn: Þorsteinn V. Einarsson, Haukur Ólafsson og Árni Freyr Guðnason.

Gaman að fylgjast með: Þar nefni ég tvo. Sindri Snær Magnússon, miðjumaður sem er alveg feykilega duglegur og góður fótboltamaður. Jón Gísli Ström er öskufljótur og áræðinn í sóknarleiknum.



Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Guðlaugur Baldursson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í lok síðasta árs en hann er að fara inn í sitt fjórða ár með liðið. Áður þjálfaði hann ÍBV í efstu deild. Guðlaugur hefur einnig starfað við þjálfun yngri flokka hjá FH og efast enginn um hans færni.

Komnir:
Brynjar Benediktsson frá FH
Christopher Vorenkamp frá ÍH
Rannver Sigurjónsson frá Breiðablik
Stefan Stanisic frá Noregi

Farnir:
Andri Björn Sigurðsson í Gróttu
Atli Guðjónsson í BÍ/Bolungarvík
Eiríkur Viljar H. Kúld í FH (Var á láni)
Elvar Lúðvík Guðjónsson í Dalvík/Reyni
Trausti Björn Ríkharðsson í Fylki


Fyrstu leikir ÍR 2011:
14. maí: BÍ/Bolungarvík - ÍR
20. maí: KA - ÍR
28. maí: ÍR - Haukar
banner
banner