banner
   sun 08. ágúst 2010 22:29
Hörður Snævar Jónsson
Umfjöllun: Sigurinn gat fallið báðu meginn í toppslagnum
Atli Guðnason í góðu færi.
Atli Guðnason í góðu færi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 1 - 1 Breiðablik:
0-1 Jökull Elísabetarsson (39)
1-1 Torger Motland (87)

Breiðablik sótti FH heim í Kaplakrika í kvöld og endaði leikurinn með 1-1 jafntelfi þar sem Torger Motland jafnaði undir lokinn.

Blikar halda því FH-ingum enn fjórum stigum á eftir sér en sigur Blika hefði sett FH-inga í erfiða stöðu.

Ólafur Kristjánsson stilti upp sama liði og hann gerði gegn Val í 5-0 sigrinum. Heimir Guðjónsson þurfti að gera tvær breytingar á sínu liði.

Bjarki Gunnlaugsson er meiddur og Guðmundur Sævarsson var i banni, inn komu Tommy Nielsen og Gunnar Már Guðmundsson.

Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á fyrstu mínútu átti Alfreð Finnbogason skot að marki FH en Gunnleifur Gunnleifsson varði vel.

Snemma leiks fengu Blikar tvö góð færi, Haukur Baldvinsson var að komast í gegn en í stað þess að skera línuna fór hann út og færið varð þröngt og Gunnleifur varði. Skömmu síðar fékk Alfreð færi eftir mistök í vörn FH en enn og aftur varði Gunnleifur.

Þegar 35. mínútur voru búnar af leiknum fékk Atli Guðnason dauðafæri, hann lék þá Arnór Svein Aðalsteinsson grátt og var einn gegn Ingvari Kale en í stað þess að skjóta rendi hann boltanum til hliðar og Blikar komu hættunni frá.

Fjórum mínútum síðar komust Blikar yfir. Haukur Baldvinsson fekk boltann á hægri kanti, hann lagði boltann á Jökul Elísabetarsson sem skaut að marki FH. Boltinn fór í Björn Daníel Sverrisson og í markið en Gunnleifur var farinn í hornið sem boltinn virtist stefna í.

Fátt markvert gerðist eftir þetta og staðan var því 0-1 fyrir Breiðablik þegar Jóhannes Valgeirsson dómari flautaði til hálfleiks.

Eins og í fyrri hálfleik byrjuðu Blikar betur og Guðmundur Kristjánsson átti hörkuskot stax eftir eina mínútu.

Á 68. mínútu var Atli Viðar Björnsson nálægt því að jafna leikinn fyrir FH en Ingvar Kale naði að verja í horn.

Blikar fengu svo tvö góð færi til að klára leikinn, fyrst var Guðmundur Kristjánsson einn gegn Gunnleifi Gunnleifssyni en hann lét handsama boltann af tánum á sér.

Svo var Guðmundur Pétursson kominn einn í gegn og hefði átt að skora eða leggja boltann til hliðar en skaut framhjá.

Það kom svo í bakið á Blikunum á 87. mínútu þegar Toger Motland jafnaði eftir hornspyrnu frá Ólafi Pál Snorrsyni. Hann var einn og óvaldaður og setti boltann í netið.

Eftir markið fengu FH-ingar nokkur dauðafæri, Matthías Vilhjálmsson fékk þau nokkur en Ingvar Kale sá við honum.

Lokastaðan var því 1-1 jafntefli og Blikar því í 2. sæti og eru tveim stigum á eftir ÍBV en liðið mætast í næstu umferð.

FH-ingar eru í þriðja sæti og eru fjórum stigum á eftir Blikum og sex á eftir ÍBV.

Ingvar Kale var besti maður vallarins og bjargaði stiginu undir lokinn og þá átti Jölull Elísabetarsson og Elfar Freyr Helgason góðan leik.

Hjá FH voru Gunnleifur Gunnleifsson, Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrisson góðir.

Atli Guðnason hefur hinsvegar verið skugginn af sjálfum sér í allt sumar og átti dapran leik. Hann átti frábært tímabil í fyrra og var besti maður Pepsi deildarinnar en hefur engan veginn náð að sýna sama leik og í fyrra.

FH: Gunnleifur Gunnleifsson (M), Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen (Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 80), Freyr Bjarnason, Hjörtur Logi Valgarðsson, Björn Daníel Sverrisson, Gunnar Már Guðmundsson (Gunnar Kristjánsson, 63), Matthías VIlhjálmsson (F), Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason (Torger Motland, 83).
Ónotaðir varamenn: Gunnar Sigurðsson (M), Hafþór Þrastarsson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson.

Breiðablik: Ingvar Kale (M), Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Árni Kristinn Gunnarsson, 64), Kári Ársælsson (F), Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Jökull Elísabetarsson, Finnur Orri Margeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Haukur Baldvinsson (Olgeir Sigurgeirsson, 90), Alfreð Finnbogason, Kristinn Steindórsson (Guðmundur Pétursson, 74).
Ónotaðir varamenn: Sigmar Ingi Sigurðsson (M), Rannver Sigurjónsson, Andri Yeoman.

Maður leiksins: Ingvar Kale (Breiðablik)
Áhorfendur: 3027
Aðstæður: Völlurinn góður og veður frábært.
banner
banner
banner
banner