Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
banner
   fim 15. janúar 2026 12:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim ætlaði að segja sjálfur upp áður en hann var rekinn
Rúben Amorim og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United. Myndin var tekin á Formúlu-1 keppni á síðasta ári.
Rúben Amorim og Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United. Myndin var tekin á Formúlu-1 keppni á síðasta ári.
Mynd: EPA
Rúben Amorim íhugaði að segja sjálfur upp sem stjóri Manchester United þremur dögum áður en hann var svo rekinn.

Amorim var augljóslega pirraður á fréttamannafundi eftir sinn síðasta leik þar sem hann sagði að aðrir aðilar væru að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatökur sínar.

Amorim reifst við Jason Wilcox, yfirmann fótboltamála, á fundi nokkrum dögum fyrir umræddan leik.

The Sun segir að Amorim hafi ætlað að segja upp en hafi skipt um skoðun eftir samtal við umboðsmann sinn, Raul Costa.

Micael Carrick er tekinn við stjórnartaumunum sem bráðabirgðastjóri en enginn veit hver verður svo ráðinn í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner