Ef einhver í fótboltaheiminum myndi skora 35 mörk á einu ári, gefa geggjaðslega margar stoðsendingar og í rauninni halda liðinu sínu á floti.
Ætti hann ekki að eiga smá séns á þessum blessaða gullbolta? Allavega kannski að vera í topp fimm?
Ætti hann ekki að eiga smá séns á þessum blessaða gullbolta? Allavega kannski að vera í topp fimm?
Nei. Robin Van Persie er bara hvergi sjáanlegur - þrátt fyrir að hafa átt ár lífs síns.
Vitanlega vann hann enga titla og allt það. Ég er ekki að segja að hann sé betri en Messi eða Ronaldo eða Xavi. En hann var klárlega betri en Luis Suarez á síðasta ári (víst Víðir) sem var settur 42 sinnum á listann. Ég endurtek: 42 sinnum. Van Persie fékk ekki eitt atkvæði!
Hér má sjá hvernig menn kusu
Þetta bara meikar ekki sens. Er Robin Van Persie svona ógeðslega leiðinlegur? Ég þekki manninn ekki neitt, en ég hallast að því. Það hlýtur bara eiginlega að vera. Hann á allavega að vera á topp fimm - að minnsta kosti að fá allavega eins og eitt atkvæði! Abidal fékk þrjú atkvæði!
Hann meira að segja komst ekki í lið ársins hjá FIFA. Þar var hins vegar Wayne Rooney. Rooney skoraði 24 mörk - van Persie 35, mörg þeirra mikilvæg sigurmörk. Já ég veit að Rooney skoraði í Meistaradeildarúrslitaleiknum, vann deildina og allt það. En hann er ekki nógu stöðugur. Dúkkar upp í smá stund en dettur svo niður í meðalmennskuna.
En liðið er kosið af hans jafningjum - atvinnumönnum í fótbolta. Enginn kaus Van Persie. Sem kemur okkur aftur að þeirri getgátu. Er hann kannski bara svona leiðinlegur?