Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   þri 22. september 2015 11:19
Magnús Már Einarsson
Navas grét þegar hann fór ekki til Manchester United
Keylor Navas.
Keylor Navas.
Mynd: Getty Images
Keylor Navas, markvörður Real Madrid, segist hafa farið að gráta þegar ljóst var að hann myndi ekki fara til Manchester United um síðustu mánaðarmót.

Navas var þó ekki svekktur yfir því að félagaskiptin gengu ekki í gegn heldur hafði lokadagur félagaskiptagluggans tekið gífurlega á hann andlega.

Navas hefið farið til Manchester United ef Real Madrid hefði keypt David De Gea. Navas var sendur út á flugvöll til að fljúga til Englands en hann fór þó aldrei af stað í ferðalag.

„Ég fór að gráta þegar ég vissi að ég yrði áfram, þetta voru tilfinningar sem höfðu verið að byggjast upp," sagði Navas.

„Ég vildi ekki fara. Madrid er heimili mitt," sagði Navas sem átti stórleik með Real Madrid um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner