Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 07. mars 2017 15:49
Magnús Már Einarsson
„Megum ekki hringla með trúverðugleika á íslenskri knattspyrnu"
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrsta lagi hefur engin formleg ósk borist frá Val og HK. Ég hef hins vegar svarað fyrirspurnum þjálfara liðanna símleiðis," sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag aðspurður út í það Valur og HK megi ekki skipta um leikstað í leik liðanna í Lengjubikarnum á fimmtudag.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í dag þá vildu Valur og HK færa leikinn úr Kórnum yfir á Valsvöll. Þeirri beiðni var hafnað og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði ástæðuna vera þá að búið er að setja stuðla á leikinn á erlendum veðmálasíðum.

„Þetta er alltof stuttur fyrirvari. Þessi leikur er á fimmtudaginn. Það er ekki gott fyrir trúverðugleikann á mótinu að hringla með þetta með svona stuttum fyrirvara. Ef fyrirvarinn hefði verið aðeins lengri, þá hefðu við náð að gera þetta," sagði Birkir.

„Þeir ákváðu að óska ekki eftir þessu fyrr en munnlega núna í hádeginu og það var of stuttur fyrirvari. Ég hef teygt mig ansi langt í að breyta leikjum í Lengjubikarnum en þetta var því miður of stuttur fyrirvari."

En eiga erlendar veðmálasíður einhvern þátt í þeirri ákvörðun að ekki er leyfilegt að skipta um leikstað? „Það gerir það að því leyti að við megum ekki hringla með trúverðugleika á íslenskri knattspyrnu með því að víxla á heimaleik með svona stuttum fyrirvara," svaraði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner