Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, bíður eins og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur eftir sumrinu. Hann spáir í leikina í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
ÍBV 2 - 1 Fjölnir (17:00 á sunnudag)
Þetta eru tvö lið sem hafa ekki verið á svakalegu flugi upp á síðkastið. Ég spái aðeins með hjartanu þarna.
ÍA 1 - 2 FH (17:00 á sunnudag)
FH er með miklu betur mannað lið en ÍA og vinnur þennan leik.
Valur 3 - 0 Víkingur Ó. (19:15 á sunnudag)
Það er eitthvað að Spánverjum að detta inn hjá Ólafsvík en ég held að Valsliðið sé of stór biti fyrir Víking.
Breiðablik 1 - 1 KA (17:00 á mánudag)
Þetta er spennandi leikur. Það verður pínu nýliðakraftur í KA mönnum í fyrsta leik. Ég splæsi í jafntefli þarna.
KR 2 - 0 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
KR-ingar hafa litið vel út upp á síðkastið í nýja leikkerfinu sínu. Þeir nota það pottþétt áfram og vinna.
Grindavík 0 - 2 Stjarnan (19:15 á mánudag)
Stjörnumenn eru einfaldlega sterkari en Grindvíkingar og vinna þetta.
Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir