Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
Turnar Segja Sögur: Dómari, skipting
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
Turnar segja sögur: The Crazy Gang
Betkastið: Leikmenn neðri deilda mæta í sett
Útvarpsþátturinn - Úrvalslið Lengjudeildar og vonbrigði Íslands
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
   sun 28. maí 2017 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Davíð Kristján: Fékk að heyra það eftir Cheerios-auglýsinguna
Mynd: Samsett
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Davíð Kristján í sigurleiknum gegn Víkingi í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson, leikmaður Breiðabliks, var í viðtali sem tók óvænta stefnu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

Það hefur mikið gengið á í Kópavoginum en Davíð segir að leikmannahópnum hafi gengið ágætla að díla við það sem hefur verið í gangi.

„Klefinn er þannig að við erum allir svo góðir vinir en það er fínt að það sé komin smá ró," segir Davíð en Blikar unnu sinn fyrsta sigur þegar þeir lögðu Víking Reykjavík í síðustu umferð. Davíð var meðal markaskorara. „Það var geggjað, vonandi náum við að tengja nokkra sigra. Svo er alltaf gaman að skora."

Í kvöld klukkan 18 leikur Breiðablik við Víking Ólafsvík á Kópavogsvelli. Það er fyrsti leikur Blika undir stjórn Milos Milojevic.

„Við erum búnir að fara vel í hlutina og Milos hefur komið með punkta um það sem hann vill sjá. Ég vona að við náum þremur stigum. Við ætlum að fara að gera Kópavogsvöll að okkar heimavelli og fara að vinna einhverja leiki þar," segir Davíð.

Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Blika, færði Davíð af kantinum og í bakvörðinn.

„Það var líklegast af því að ég skoraði svo lítið! Eftir að maður fór í bakvörðinn fór maður að skora miklu meira. Ég var ekki að „delivera" á kantinum en fór að leggja meira upp og skora eftir að ég fór í bakvörðinn. Addi sagði að hann vildi sjá mig spila í þessari stöðu og mér líður mjög vel í þessari stöðu."

Davíð var í fimleikum þegar hann var yngri og snerti einnig á leiklistinni. Hann lék Litla íþróttaálfinn í vinsælum Latabæjarþætti.

„Selma Björns talaði við mig. Ég var í fimleikum og var búinn að vera í leikritum, Kardimommubænum og fleiru. Ég fór í einhverjar sex til sjö prufur áður en ég var valinn. Tökurnar stóðu yfir í 2-3 vikur. Ég talaði á ensku en svo var „döbbað" yfir það. Einhver stelpa talaði fyrir mig," segir Davíð hlæjandi.

Hann segist þó mest hafa fengið að heyra það fyrir að leika í Cheerios-auglýsingu sem sjá má hér að neðan. Hann rifjar upp þegar drullað var yfir hann á Stjörnuvellinum þegar hann var í 4. flokki. Viðtalið við Davíð má heyra í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner