
Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.
Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sölvi Haraldsson og Haraldur Örn Haraldsson.
Við ræðum frábæran sigur Þórs þegar þeir taka toppsætið af Njarðvík. Þróttur halda áfram á flugi og unnu góðan sigur á Selfoss. Breiðholtsslagurinn skilaði jafntefli og ÍR eru núna án sigurs í fjórum leikjum. HK unnu stórsigur á Fjölni sem gaf þó ekki rétta mynd af leiknum. Keflavík með stórsigur gegn Völsungi og laga markatöluna fyrir stórleik í næstu umferð. Fylkir vann aftur með fjórum nú gegn Grindavík.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 19 | 12 | 3 | 4 | 45 - 26 | +19 | 39 |
2. Þróttur R. | 19 | 11 | 5 | 3 | 38 - 29 | +9 | 38 |
3. Njarðvík | 19 | 10 | 7 | 2 | 43 - 22 | +21 | 37 |
4. HK | 19 | 10 | 4 | 5 | 37 - 25 | +12 | 34 |
5. ÍR | 19 | 9 | 7 | 3 | 32 - 20 | +12 | 34 |
6. Keflavík | 19 | 9 | 4 | 6 | 45 - 33 | +12 | 31 |
7. Völsungur | 19 | 5 | 4 | 10 | 32 - 47 | -15 | 19 |
8. Grindavík | 19 | 5 | 3 | 11 | 35 - 55 | -20 | 18 |
9. Fylkir | 19 | 4 | 5 | 10 | 29 - 29 | 0 | 17 |
10. Leiknir R. | 19 | 4 | 5 | 10 | 19 - 36 | -17 | 17 |
11. Selfoss | 19 | 5 | 1 | 13 | 21 - 36 | -15 | 16 |
12. Fjölnir | 19 | 3 | 6 | 10 | 29 - 47 | -18 | 15 |
Athugasemdir