banner
   lau 16. febrúar 2019 15:45
Elvar Geir Magnússon
Bjarni Ólafur: Er mjög líklega hættur í fótbolta
Bjarni Ólafur verður 37 ára á árinu.
Bjarni Ólafur verður 37 ára á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta," segir Bjarni Ólafur Eiríksson, Íslandsmeistari með Val, í samtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977.

Skórnir eru komnir upp í hillu en Bjarni vill þó ekki alveg útiloka að þeir verði teknir af henni.

„Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta."

„Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður samt örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina malla af að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum."

Bjarni segir að hugmyndin um að hætta hafi verið í kollinum á sér ansi lengi.

„Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman," segir Bjarni.

SMELLTU HÉR til að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner