Þórarinn Ingi Valdimarsson fékk rautt spjald fyrir fórdómafull ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnunnar og Leiknis R. í Lengjubikarnum um helgina.
Aganefnd knattspyrnusambandsins kom saman í dag og tók málið fyrir en ákvað að lengja ekki leikbann Þórarins Inga sem fer í 'venjulegt' eins leiks bann.
Ummælin snerust um geðsjúkdóm Ingólfs og hefur Þórarinn beðist afsökunar bæði persónulega og opinberlega.
Alls þurfa 14 leikmenn íslenskra liða að taka út leikbann eftir leiki helgarinnar.
Sjá einnig:
Þórarinn Ingi fékk rautt fyrir fordómafull ummæli
Þórarinn Ingi biðst afsökunar
Aganefnd kemur saman vegna máls Þórarins Inga
Athugasemdir