Helgi Valur Daníelsson - Fylkir
Hinn 37 ára miðjumaður Fylkis, Helgi Valur Daníelsson skoraði bæði mörk liðsins í endurkomu sigri gegn HK í Kórnum í 7. umferð Pepsi Max-deildarinnar um síðustu helgi.
Helgi Valur er leikmaður 7. umferðar að mati Fótbolta.net. Hann segir að heilt yfir hafi þetta ekki verið góður leikur að hálfu Fylki.
Helgi Valur er leikmaður 7. umferðar að mati Fótbolta.net. Hann segir að heilt yfir hafi þetta ekki verið góður leikur að hálfu Fylki.
„Bæði lið áttu í vandræðum með að skapa alvöru marktækifæri og við vorum kraftlausir í fyrri hálfleik. Eftir hlé þá fórum við inn á með betra hugarfar og breyttum síðan aðeins um taktík. Þá byrjuðum við að vinna fleiri bolta og fengum meiri vilja í liðið. Það er stutt á milli í þessari deild og við erum náttúrulega gríðarlega sáttir að ná að taka stigin þrjú. Nú erum við tiltölulega stutt á eftir efstu liðum og förum í landsleikjahléið í góðum gír," sagði Helgi Valur er Fylkisliðið er með níu stig að loknum sjö umferðum. Þetta var fyrsti sigur liðsins frá því í 1. umferðinni.
Komið sjálfum mér mest á óvart
Helgi Valur skoraði jöfnunarmark Fylkis gegn FH í umferðinni á undan og því hefur hann skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Eitthvað sem hefur aldrei gerst á hans langa ferli.
„Ég hef bara verið að skora sirka eitt til tvö mörk á hverju tímabili síðustu 20 árin þannig að ég hef kannski komið sjálfum mér mest á óvart að hafa náð þessum mörkum núna á svona stuttum tíma. Það er engin tilfinning betri en að skora og ég næ vonandi að bæta einhverjum við áður en tímabilið klárast," sagði miðjumaðurinn reynslu mikli sem gekk í raðir Fylkis í janúar í fyrra og lék með uppeldisfélagi sínu í fyrsta sinn síðan 2005.
Í millitíðinni hafði hann leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð, Þýskalandi, Portúgal og Danmörku. Hann hafði búið í Portúgal síðustu ár og ekki leikið knattspyrnu í töluverðan tíma áður en hann kom til Fylkis í fyrra.
„Ég var í raun meiddur megnið af síðasta tímabili en reyndi að gera það sem ég gat til að vera með sem mest. Þar sem ég leit á þetta sem.mjög líklega mitt síðasta tímabil. Ég ákvað því að sleppa því að fara í aðgerð í byrjun móts, þar sem ég hefði þá misst úr þrjá mánuði. Ef ég hefði verið yngri og átt mörg ár eftir í boltanum, þá hefði ég líklega lítið verið með í fyrra," sagði Helgi Valur sem segist hafa náð sér góðum undir lok síðasta tímabil og í raun ekki misst úr æfingu eða leik síðan.
„Fylkismenn höfðu trú á að þegar ég er fit þá gæti ég gagnast liðinu og ég ákvað taka eitt ár í viðbót. Ég er óendanlega þakklátur Fylki, í fyrsta lagi fyrir að gefa mér séns í fyrra eftir þrjú ár þar sem ég snerti ekki bolta og svo aftur eftir tímabilið í fyrra. Þar sem ég var á annarri löppinni og náði ekki að standa undir væntingum. Nú er ég bara að njóta þess að spila fótbolta aftur og er hungraður í að bæta árangur síðustu ára með Fylki," sagði Helgi Valur.
Meiri gæði í deildinni
Hann segist ekki hafa verið lengi að aðlagast því að koma aftur heim eftir áralanga dvöl erlendis.
„Við fluttum beint í Árbæinn þar sem stutt er í fjölskyldu og vini en konan mín og stelpurnar þurftu aðeins lengri tíma að komast inn í kúltúrinn og lífið almennt. Það hefur alltaf verið frábær klefastemning hjá Fylki og auðvelt að koma inn í hópinn. Ég þurfti svolítið að læra að spila fótbolta aftur í fyrra en nú finnst mér ég hafa aðlagast boltanum vel. Fyrir mér þá eru augljóslega meiri gæði í deildinni núna og öll umfjöllun um deildina og innrömmun á leikjunum orðin mun fagmannlegri," sagði Helgi Valur sem segir markmið Fylkis ekkert hafa breyst frá því í upphafi móts.
„Við ætlum okkur að berjast um Evrópusæti í sumar og það hefur ekkert breyst þrátt fyrir misjafna byrjun. Deildin er jöfn og sterk og verður vonandi spennandi alveg út mótið. Mér finnst við eiga ennþá helling inni og við verðum að kreista allt út sem við eigum til þess að ná markmiðum okkar," sagði Helgi Valur Daníelsson sem á 33 landsleiki að baki fyrir íslenska landsliðið að lokum.
Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.
Sjá einnig:
Bestur í 6. umferð: Steinar Þorsteinssonhel (ÍA)
Bestur í 5. umferð: Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 4. umferð: Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Bestur í 3. umferð: Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
Bestur í 2. umferð: Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA)
Bestur í 1. umferð: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir