fim 13. júní 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marta fyrst til þess að skora á fimm mismunandi mótum
Jafnaði Miroslav Klose í HM-mörkum
Marta er fyrsti leikmaðurinn sem skorar á fimm mismunandi Heimsmeistaramótum.
Marta er fyrsti leikmaðurinn sem skorar á fimm mismunandi Heimsmeistaramótum.
Mynd: Getty Images
Hin 33 ára gamla Marta skoraði fyrra mark Brasilíu er liðið tapaði 3-2 gegn Ástralíu á HM kvenna í Frakklandi í dag.

Marta, sem er ein besta fótboltakona sögunnar, hefur verið að glíma við meiðsli og missta af fyrsta leik Brasilíu á mótinu, 3-0 sigri gegn Jamaíka.

Hún var mætt í byrjunarliðið fyrir leikinn í dag en spilaði aðeins fyrri hálfleikinn. Marta skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum.

Með markinu varð hún fyrsti leikmaðurinn sem skorar á fimm mismunandi Heimsmeistaramótum. Hún skoraði sitt fyrsta HM-mark árið 2003.

Hún er einnig orðin markahæst í sögu HM, karla- og kvenna, ásamt Þjóðverjanum Miroslav Klose. Bæði hafa þau skorað 16 mörk. Spurning hvort Marta bæti metið á þessu móti.





Athugasemdir
banner