Andri Rúnar Bjarnason er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við þýska C-deildarliðið Kaiserslautern. Ákvæði er í samningnum sem gerir félaginu kleift að framlengja um eitt ár.
Andri Rúnar, 28 ára, gengur í raðir Kaiserslautern eftir að hafa sinnt lykilhlutverki í liði Helsingborg í sænska boltanum. Þar var hann markahæstur í B-deildinni er félagið kom sér aftur upp í efstu deild.
Hann er annar íslenski sóknarmaðurinn til að ganga í raðir Kaiserslautern á síðustu árum, en Jón Daði Böðvarsson lék fyrir félagið 2016.
Andri Rúnar er Bolvíkingur og spilaði yfir 150 leiki fyrir BÍ/Bolungarvík áður en hann skipti til Víkings R. fyrst og svo til Grindavíkur. Þar fann hann taktinn og vakti athygli á sér utan landsteinanna.
Kaiserslautern er sögufrægt félag sem hefur fallið ansi harkalega af toppnum. Liðið endaði í 9. sæti C-deildarinnar á síðasta tímabili, en þegar Jón Daði var hjá félaginu lék það enn í B-deild.
🤝 | Helsingborgs IF är överens med tyska 1. FC Kaiserslautern om en transfer av forwarden Andri Bjarnason.
— Helsingborgs IF (@HelsingborgsIF) June 17, 2019
Vi tackar @Andrirunar för allt han gjort i HIF-tröjan och önskar stort lycka till! #TackAndri pic.twitter.com/dGqLATHlnn
Velkominn til Kaiserslautern, @Andrirunar! 🇮🇸
— 1. FC Kaiserslautern (@Rote_Teufel) June 17, 2019
Der isländische Nationalstürmer Andri Rúnar Bjarnason wechselt mit sofortiger Wirkung an den #Betze: https://t.co/3XY1Tk5HTD #FCK pic.twitter.com/puJM4vffoX
Athugasemdir