Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. júlí 2019 14:23
Magnús Már Einarsson
Gísli Eyjólfs: Mér leið ekki vel
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson er gestur í „Græna herberginu" nýjum podcasti þætti sem Hilmar Jökull Stefánsson og Guðjón Már Sveinsson, stuðningsmenn Breiðabliks, sjá um.

Gísli gekk í síðustu viku aftur til liðs við Breiðablik eftir lánsdvöl hjá Mjallby í sænsku B-deildinni. Gísli ákvað að koma aftur heim í Breiðablik frekar en að vera áfram hjá Mjallby þar sem hann hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu á þessu tímabili og ekki náð að skora.

„Ég var óþolinmóður í að fara út fyrir landsteinana og prófa eitthvað nýtt. Mér fannst ég vera kominn á þann stað. Milos (Milojevic, þjálfari Mjallby) hafði áhuga og ég var seldur á þetta. Það voru engin önnur tilboð. Þetta var það eina sem kom á borðið og þetta hljómaði mjög vel. Það var talað um að þetta væri stökkpallur og ég myndi gera eins og Andri Rúnar (Bjarnason) og fara síðan eitthvað annað," sagði Gísli í Græna herberginu

„Í undirbúningsleikjunum gekk allt upp og ég skoraði í hverjum einasta leik. Það var á móti liðum í deild fyrir neðan okkur og það var ekki mikið að marka þá leiki. Menn töluðu um að ég væri að fara að rúlla upp þessari Superettu deild en það var ekki þannig."

Gísli var einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra en hann hefur fylgst vel með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í sumar.

„Eftir á var ég kannski of mikið að horfa á þessa Blika leiki. Þegar fyrsti leikurinn var í deildinni hjá mér var í Superettunni þá var smá fiðringur. Þegar fyrsti leikur var hjá Blikum í Pepsi-Max deildinni þá var maður virkilega spenntur," sagði Gísli í Græna herberginu.

„Ég var of mikið með annan fótinn heima. Að sjá Blika gera svona vel, vera í toppbaráttu í deildinni og í Evrópu og bikar, það er heillandi."

„Mér leið ekki vel (hjá Mjallby). Það var lítið líf þarna. Æfingarnar voru klukkan 3 á daginn, Það er helmingurinn þarna atvinnumenn og hinn helmingurinn var að vinna fyrir hádegi. Það var tilvalið að fara heim þegar þeir höfðu ekki áhuga á að hafa mig."


Gísli er ekki með leikheimild með Breiðabliki gegn KR í toppslag Pepsi-Max deildarinnar í kvöld en hann gæti spilað í grannaslagnum gegn HK næstkomandi sunnudag.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Gísla í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner