Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. ágúst 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Doddi litli spáir í 16. umferðina í Inkasso
Doddi litli spáir í Inkasso.
Doddi litli spáir í Inkasso.
Mynd: Úr einkasafni
Hreinn Ingi og félagar fá Þór í heimsókn.
Hreinn Ingi og félagar fá Þór í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. umferðin í Inkasso-deild karla hefst í kvöld með fimm leikjum. Umferðin lýkur síðan á Ásvöllum á morgun þegar botnbaráttuslagur fer fram á milli Hauka og Magna.

Starki á völlunum var með tvo leiki rétta í 15. umferðinni og nú er komið að Þórði Helga Þórðarsyni, Dodda litla að spá í 16. umferð Inkasso-deildarinnar.

Þróttur 3 - 1 Þór (17:30 í kvöld)
Tvö Þ lið mætast, það er ávísun á veislu. Þórsarar stelast í afgangana úr stórafmælisveislu Þróttara, sem aðeins er farið að slá í, og fá heiftarlega í magann og steinliggja. Jón Ólafsson semur lag um viðburðinn og Gunnar Helgason syngur. Verður fáanlegt á Spotify eftir helgi. 3 - 1 Þróttur, til hamingju með 70 árin.

Víkingur Ó. 0 - 3 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Stolt Breiðholts kíkir á landsbyggðina (allt utan 111 er landsbyggðin hjá þeim) eftir gífurlega fínt rönn. Búnir að kveða niður grænu grýluna sem segir okkur að geta allt. Massaðasti þjálfari landsins (Siggi) skellir sínum manni, fallegasta knattspyrnumanni landsins (S.B.L.), fram og hann setur þrennu á sjö mínútum og fær heiðursskiptingu á 57. mínútu.

Afturelding 1 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Maggi.net og spænska rannsóknin virðist vera búnir að finna uppskrift að einhverjum sigrum sem ekkert mikið að gleðja mig þar sem Inkasso tekur of mikinn tíma frá Magnúsi og hefur hann ekki verið jafn duglegur á .net og í fyrra. Ég eins og öll fótboltaþjóðin viljum hafa Magnús virkann í vinnunni svo ég gef þeim jafntefli.

Grótta 2 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Ævintýrið á Nesinu heldur áfram, er þetta lið tilbúið að fara upp strax?

Njarðvík 3 - 1 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Flóðgáttir opnast og þessi heimavöllur gefur loksins þrjú stig. Helgi Rafns (Rafholt) er búinn að tengja einhverja strauma í völl og mörk Rafholtsvallarins sem hann síðan stjórnar úr höfuðstöðfum sínum á Hauskúpueyjum og sendir einhersskonar rafstrauma á Fjölnismenn
þegar þeir gera sig líklega.Njarðvíkingar hætta að vinna með stöngin út regluna, sem hefur verið þeirra aðalsmerki í sumar, og fara að vinna með stöngin inn í staðin. Heimamenn setja þrjú mörk í stöng, slá og skeytin inn! Þetta markar upphaf endasprettsins sem Njarðvíkingar eru þekktir fyrir. 3-1 Njarðvík, Fjölnir skorar eitt á meðan Helgi fer að pissa.

Haukar 0 - 0 Magni (16:00 á morgun)
0-0.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner