Haukar hafa fundið arftaka Búa Vilhjálms Guðmundssonar en félagið tilkynnti rétt í þessu að Luka Kostic tæki við liðinu út leiktíðina. Haukar og Búi komust að samkomulagi í gær um að Búi myndi hætta með liðið og nú er Luka tekinn við.
Haukar ákváðu að leita til Luka þar sem hann þekkir félagið mjög vel og býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari og hefur þjálfað meistaraflokk félagsins áður.
Haukar eru í mikilli fallbaráttu en liðið er með jafn mörg stig og Magni í næstneðsta sæti deildarinnar.
Tilkynning Hauka
Haukar ákváðu að leita til Luka þar sem hann þekkir félagið mjög vel og býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari og hefur þjálfað meistaraflokk félagsins áður.
Haukar eru í mikilli fallbaráttu en liðið er með jafn mörg stig og Magni í næstneðsta sæti deildarinnar.
Tilkynning Hauka
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka hefur ákveðið að Luka Kostic taki tímabundið við meistaraflokki karla og mun hann stýra liðinu í síðustu fjórum umferðunum í Inkasso deildinni. Ákveðið var að leita til Luka þar sem hann þekkir félagið mjög vel og býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en hann er t.a.m. þjálfari 3. flokks karla og var áður þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum.
Stjórn knattspyrnudeildar og Búi Vilhjálmur Guðmundsson komust að samkomulagi í gær þess efnis að Búi léti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar Búa fyrir hans störf í þágu félagsins og fyrir ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar.
Nú er mikilvægt að við Haukar stöndum þétt saman og styðjum vel við strákana í næstu leikjum en næsti leikur er gegn Leikni R. föstudaginn 30. ágúst klukkan 18:00 og fer hann fram á Leiknisvellinum.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir