Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. nóvember 2019 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Monk lætur fyrrum aðstoðarmann sinn heyra það
Garry Monk.
Garry Monk.
Mynd: Getty Images
Monk og Clotet.
Monk og Clotet.
Mynd: Getty Images
Á morgun mætast Sheffield Wednesday og Birmingham í Championship-deildinni. Garry Monk, stjóri Sheffield Wednesday, mætir þá fyrrum aðstoðarmanni sínum, Pep Clotet, sem er nú stjóri Birmingham.

Monk vandaði ekki Clotet kveðjurnar þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn í dag. Clotet vann með Monk hjá Swansea, Leeds og Birmingham. Hann tók svo við Birmingham þegar Monk var rekinn þaðan síðasta sumar

Monk finnst eins og Clotet hafi svikið sig.

„Ég tala ekki við hann," sagði Monk. „Það mikilvægasta fyrir mig þegar ég er að smíða starfsteymið mitt er að gefa þeim tækifæri. Þú sýnir þeim algjört traust og þú vonar að þau endurgjaldi traustið með mikilli vinnu og tryggð."

„Því miður eru ekki allir með þessi gildi. Sumir kjósa að elta sín eigin tækifæri á versta mögulega hátt."

„Það mikilvægasta fyrir mig er að þú lifir og lærir."

„Ég hlustaði ekki á fólk sem varaði mig við því hvernig karakter hann er, það voru mistök af minni hálfu. Það eru mistök sem ég mun ekki gera aftur í framtíðinni."

Monk tók við Birmingham í mars 2018 og bjargaði liðinu frá falli tvö tímabil í röð. Á síðasta tímabili voru dregin níu stig af félaginu vegna brota á reglum um fjármálaháttvísi.

Að síðasti tímabili loknu var Monk sagt upp í gegnum smáskilaboð. Monk sagði: „Auðvitað var ég leiður. Það særði mig að þurfa að fara frá félaginu eftir alla þá vinnu sem ég lagði í málstaðinn. Ég var mjög vonsvikinn eftir alla þessa vinnu."

Clotet var ráðinn til bráðabirgða hjá Birmingham og er hann enn með titilinn "bráðabirgðaþjálfari".

Fyrir leikinn í kvöld er Sheffield Wednesday í níunda sæti Championship-deildarinnar og Birmingham í 16. sætinu.
Athugasemdir
banner