Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   fös 07. febrúar 2020 12:00
Elvar Geir Magnússon
Stebbi Jak spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Hljómsveitin Dimma.
Hljómsveitin Dimma.
Mynd: Eurovision
Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður ÍA, rann á rassinn um síðustu helgi þegar hann var spámaður helgarinnar. Hann var aðeins með einn réttan.

Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, sér um spá helgarinnar. Stefán stendur í stórræðum þessa dagana en drengirnir ætla að hlaða í Almyrkva í Eurovision. Stefán er mikill fótboltaunnandi, styður Liverpool og hefur gert frá blautu barnsbeini

Hann reynir að sjá sína menn um hverja helgi - sem yfirleitt tekst þar sem rokkið og rólið byrjar ekki fyrr en eftir kvöldmat. Stefán gaf sér nokkrar mínútur til að spá og spekúlera í komandi umferð - sem er hálf undarleg enda vetrarfrí í úrvalsdeildinni. Sem þýðir að hann fær að spá fyrir um leik Leeds en fjölmargir Mývetningar, ásamt öðrum norðlendingum fjarri þjóðvegi 1, styðja Leeds.

ENSKA ÚRVALSDEILDIN:

Everton 2 - 1 Crystal Palace (laugardag 12:30)
Það er gríðarlega vinsælt að spá því hér á þessum miðli að Gylfi okkar komi og reddi málunum. Þannig að ég ætla að spá því að svo verði ekki. Þrátt fyrir það mun Everton merja sigur 2-1 í kaflaskiptum leik þar sem Palace kemst yfir.

Brighton 0 - 2 Watford (laugardag 17:30)
Þetta verður bráðskemmtilegur leikur. Watford eru komnir með þunnt bremsufar í brókina og þurfa sárlega að fela fnykinn áður en það verður um seinan. 0-2 verður niðurstaðan og lyktin í rútunni hjá Watford verður bærileg á heimleiðinni.

Sheffield United 1 - 1 Bournemouth (sunnudag 14)
Sheffield liðar verða værukærir í fyrrihálfleik og fá vænan löðrung frá grimmum Bournemouth mönnum. Staðan á hálfleik verður 0-1 Í seinni hálfleik munu Sheffield piltar fatta að þeir eru ekki meistaraefni og þurfa í raun að spila leikinn til að fá punkta. Það teekst næstum og liðin sættast á 1-1 jafntefli

Manchester City 3 - 1 West Ham (sunnudag 16:30)
Þessi leikur verður bráðfyndinn. Raheem Sterling fær rauða spjaldið sem hann átti að fá í síðasta leik. Stemningin hjá City mönnum er svipuð og í fjölskylduboði hjá Sigmundi Davíð. Allir sjá í hvað stefnir en engin þorir að taka á skarið til að afstýra stórslysi. Gæðamunur liðana er samt sem áður mikill og City menn landa 3-1 sigri.

CHAMPIONSHIP-DEILDIN:

Bristol City 3 - 3 Birmingham (í kvöld 19:45)
Þessi leikur er ansi utarlega í mínum radar. Þrátt fyrir það má búast við skemmtilegum leik. 3-3 er niðurstaðan og stuðningsmenn beggja liða hittast á knæpu eftir leik og skemmta sér hið besta.

Wigan 2 - 0 Preston (laugardag 12:30)
Wigan menn eru alveg andlausir og muna klárlega betri daga en þá sem þeir eru að upplifa núna. Preston eru hinsvegar í góðum málum og hálf hissa á þessari fínu stöðu sem þeir eru í. Leikurinn verður síður en svo fallegur og fer ekki í sögubækurnar. Enda engin að búast við því. Markatala Wigan lagast örlítið og þrír punktar í hús. 2-0

Blackburn 1 - 2 Fulham (laugardag 15)
Það er gaman að minnast þess að það er styttra síðan að Blackburn unnu efstudeild heldur en Liverpool. En það gaganast engum að dvelja í fortíðinni. Það vita Fullham mæta vel og hrista fram fínan leik. Útivalla sigur.. Eða valla úti sigur? 1-2

Brentford 0 - 0 Middlesbrough (laugardag 15)
Brent Ford forðast eldinn.. Eða ætti í það minnsta að gera það. Steindautt 0-0 jafntefli

Nottingham Forest 0 - 4 Leeds (laugardag 17:30)
Helmingurinn af eldri kynslóð ættingja minna í Mývatnssveit ásamt Hinriki frænda styður Leeds. Enda ekkert svo langt síðan þeir unnu efstu deild. Allir leikir í sveitinni voru Leeds á móti skríl og samkvæmt gömlum sögum, og unnu Leeds alltaf! Forrest liðar verða viltir í skóginum eins og Hans og Gréta forðum. Þeirra saga fær hinsvegar engan Hollywood endi. Leeds vinnur 0-4

Millwall 3 - 0 West Bromwich (sunnudag 13:30)
Wes brom eru með vesen ef það er skoðað út frá sjónarhorni ættingja minna sem styðja Leeds, Millvall vinnur auðveldan sigur 3-0. Ég vil líka leiðrétta spánna með Leeds leikinn að ofan. Leeds vinnur 0-10. Og ekkert nema Almyrkvi blasir við liðunum sem þykjast ætla að standa í vegi fyrir Leeds!

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sigvaldi Guðjónsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Óttar Bjarni Guðmundsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 25 15 7 3 55 26 +29 52
2 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
3 Middlesbrough 25 12 7 6 33 26 +7 43
4 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
5 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
6 Preston NE 25 10 10 5 34 25 +9 40
7 Millwall 25 11 7 7 27 32 -5 40
8 Bristol City 25 11 6 8 38 27 +11 39
9 Stoke City 25 11 4 10 30 23 +7 37
10 Wrexham 25 9 10 6 36 31 +5 37
11 Derby County 25 9 8 8 34 33 +1 35
12 QPR 25 10 5 10 35 39 -4 35
13 Leicester 25 9 7 9 35 37 -2 34
14 Southampton 25 8 9 8 38 34 +4 33
15 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
16 Swansea 25 9 5 11 26 31 -5 32
17 Birmingham 25 8 7 10 32 34 -2 31
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 24 7 7 10 23 30 -7 28
20 Blackburn 24 7 6 11 22 28 -6 27
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 25 6 6 13 28 37 -9 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 24 1 8 15 18 48 -30 -7
Athugasemdir
banner