Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigvaldi spáir í leiki vikunnar á Englandi
Sigvaldi Guðjónsson spáir í leiki vikunnar á Englandi.
Sigvaldi Guðjónsson spáir í leiki vikunnar á Englandi.
Mynd: HSÍ
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson fékk fjóra rétta þegar hann tippaði á leiki helgarinnar í enska boltanum í síðustu umferð.

Nú er komið að nýjustu stjörnunni okkar í handboltanum að reyna sig. Sigvaldi Guðjónsson hefur vakið athygli með íslenska handboltalandsliðinu á EM í Svíþjóð og spáir í leiki helgarinnar í dag.

Spá hans má sjá hér að neðan.

Aston Villa 0 - 1 Watford (19:30 í kvöld)
Rosa leikur í botnbaratunni. Watford er búnir að vera á fínu runni þannig þeir taka þetta 0-1.

Bournemouth 2 - 1 Brighton (19:30 í kvöld)
Bournemouth búnir að tapa seinustu 4 leikjum. En þeir vinna góðan 2-1 sigur í þetta skiptið

Crystal Palace 1 - 1 Southampton (19:30 í kvöld)
Minn maður Danny Ings skorar en leikurinn endar 1-1

Everton 2 - 0 Newcastle (19:30 í kvöld)
Everton eru solid á heimavelli. Ancelotti og félagar taka sterkan 2-0 sigur.

Sheff Utd 0 - 3 Man City (19:30 í kvöld)
Frændi minn Lundstram þarf að fara rífa sig í gang svo ég fæ nu einhver stig í fantasy, en því miður gerist það ekki í þetta skipti.

Chelsea 2 - 3 Arsenal (20:15 í kvöld)
Skemmtilegur leikur. Það verður skorað nog. Arsenal tekur þetta og hjálpar mínum strákum í United að komast nær top 4.

Leicester 3 - 0 West Ham United (19:30 á morgun)
Vardy klúðraði viti og Leicester tapaði í seinasta leik. Vardy er með rosa samviskubit og skorar 2 glæsileg mörk.

Tottenham 2 - 0 Norwich (19:30 á morgun)
Ég er Mourinho maður. Og spursarar þurfa að fara vinna.

Manchester United 1 - 0 Burnley (20:15 á morgun)
Þeir verða í erfiðleikum með að skora þegar Rashford er ekki með. Enn Martial tekur þetta á sig og skorar eina markið þeirra i þessum leik. Come on you reds❤️

Wolves 1 - 3 Liverpool (20:00 á fimmtudag)
Wolves og Jimenez eru alltaf goðir á móti toppliðunum en Liverpool eru því miður frá annari planetu þetta season og vinna 3-1. Trent og Mané meiga standa sig.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Björn Hlynur Haraldsson (4 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner