Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   fös 13. desember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Egill Gillz spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Egill Gillz Einarsson.
Egill Gillz Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Friðrik Dór Jónsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Egill Gillz Einarsson, tónlistarmaður, og eigandi fjarthjalfun.is spáir í leikina að þessu sinni.



Liverpool 3 -0 Watford (12:30 á morgun)
Væri frábært ef Liverpool myndi tapa punktum hérna en Hvíti Riddarinn myndi vinna Watford eins og staðan er í dag þannig því miður tekur Liverpool þetta.

Burnley 2 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
Skellti mér á Turf Moor í febrúar. #BigGiantBerg keyrði okkur í The Players Lounge þar sem var ískaldur á krana. Hitti þar nokkra leikmenn Burnley, toppmenn. Siggi Sörens fær einn af gamla skólanum frá mínum mönnum í Burnley.

Chelsea 3 - 1 Bournemoth (15:00 á morgun)
Þetta yrði vanalega x hjá Vöðvingjanum en það hefur þurft að skeina Bournemouth undanfarið og Chelsea lokar þessu nokkuð þægilega.

Leicester 3 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Kóngurinn Brendan Rodgers er alltaf að fara að loka Norwich í þessum leik. Ég pakkaði Brendan saman fyrr á seasoninu þegar United rassskellti þá, en sem betur fer fyrir Brendan verð ég ekki á vellinum hérna.

Sheffield United 2 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Villa ekkert eðlilega slakir á útivelli og Sheffield the dark horse á þessu seasoni. Kósý heimasigur.

Southampton 1 - 1 West Ham (17:30 á morgun)
Þessi fer í sögubækurnar sem leiðinlegasti leikur allra tíma en við fáum samt tvö mörk.

Manchester United 3 - 2 Everton (14:00 á sunnudag)
Þreytt að fá Everton núna, momentum með þeim og kominn með einn af gamla skólanum Big Dunc að stýra liðinu. Gylfi rennir tveimur inn í okkur og sokkar í leiðinni þessa drepleiðinlegu stuðningsmenn Everton, en Óli er kominn í gang og græjar 3 punkta.

Wolves 2 - 2 Tottenham (14:00 á sunnudag)
Þetta er annaðhvort x eða 2. Móri mögulega sokkar mig og tekur þrjá punkta en ég tek því.

Arsenal 1 - 3 Man City (16:30 á sunnudag)
Gaman fyrir okkur undirfatamódelin að sjá að við getum fengið alvöru djobb eins og lið í Premier League. En því miður fyrir fellow model Ljungberg þá fær hann einn af gamla í þessum leik og City lokar þessu tiltölulega þægilega.

Crystal Palace 1 - 1 Brighton (19:45 á mánudag)
Verður skemmtilegur derby leikur með vel af tæklingum og vel af tuði. En þetta er 100% X.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner