Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 20. desember 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Sigurður Laufdal spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sigurður Laufdal Haraldsson.
Sigurður Laufdal Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net
Sigurður Laufdal Haraldsson, keppandi Íslands á heimsmeistarakeppni matreiðslumanna, Bocus d´Or, er tippari vikunnar.

Það er nóg um að vera hjá Sigurði fyrir þessi jól en hann er við stífar æfingar fyrir heimsmeistaramótið í æfingaeldhúsi Fastus. Sigurður mun keppa við aðra matreiðslumeistara í forkeppninni í Eistlandi í júní en aðalkeppnin fer venju samkvæmt fram í Lyon.

Sigurður er granítharður Liverpool maður og er ekki í nokkrum vafa að dollan endi á Anfield í vor.

Everton 3 - 1 Arsenal (12:30 á laugardag)
Everton mun ná góðum sigri og Gylfi mun skora fallegt mark.

Bournemouth 0 - 1 Burnley (15 á laugardag)
Langur meiðslalisti hjá Bournemouth og tel að Burnley muni ná í þrjú stig.

Aston Villa 2 - 1 Southampton (15 á laugardag)
Aston Villa tekur með sér sjálfstraust í þennan leik eftir sigur á unglingaliði Liverpool og landar sigri.

Brighton 0 - 2 Sheffield United (15 á laugardag)
Sheffield United vinnur útisigur fyrir vin minn Stebba, sem er eini Sheffield aðdáandi sem ég veit um.

Newcastle 0 - 0 Crystal Palace (15 á laugardag)
Jafntefli í sultuslökum leik.

Norwich 1 - 0 Wolves (15 á laugardag)
Finninn óstöðvandi í Norwich liðinu og mun skora eina mark leiksins. Ekki fyrirséð úrslit enn svona verður þetta

Manchester City 3 - 2 Leicester (17:30 á laugardag)
Stórleikur helgarinnar og mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Man City mun vinna eftir einhverja dramatík.

Watford 0 - 2 Manchester United (14 á sunnudag)
Eins og mér finnst gaman að fylgjast með óförum Man Utd. Þá hef ég það á tilfiningunni að það sé einhver karakter að skapast í liðinu hans Óla og þeir vinni þennan leik nokkuð þægilega.

Tottenham 4 - 2 Chelsea (16:30 á sunnudag)
Verður gaman að fylgjast með einvígi Mourinho og Lampard enn hef trú á því að Tottenham taki þennan leik.

Fulham 0 - 1 Leeds (15 á laugardag)
Fyrirfram myndi ég líklega spá jafntefli enn Leeds er í harðri baráttu umað komast upp þannig að þeir klára þetta og fá öll stigin í þessum leik

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner
banner