Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 25. desember 2019 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert Brynjar spáir í 19. umferðina á Englandi
Mynd: Kórdrengir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert ásamt Ragnari Braga Sveinssyni.
Albert ásamt Ragnari Braga Sveinssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, leikmaður Kórdrengja og einn öflugasti Twitter-grínari landsins (@Snjalli), er jólatipparinn í ár. Hann spáir í 19. umferðina í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á öðrum degi jóla (26. desember) og á föstudag (27. desember).



Sigurður Laufdal Haraldsson, keppandi Íslands í heimsmeistarakeppni matreiðslumanna, Bocus d´Or, var tippari síðustu umferðar og var hann með þrjá rétta.

Albert er uppalinn hjá Fylki en lék með Fjölni í Inkasso-deildinni á liðinni leiktíð. Hann söðlaði um eftir leiktíðina og mun leika með Kórdrengjum í 2. deild á komandi leiktíð. Spá Arsenal-stuðningsmannsins, fyrir komandi umferð í ensku úrvalsdeildinni, má sjá hér að neðan.

Tottenham 3 - 0 Brighton (12:30 fimmtudagur)
Einn stærsti limur Selfyssinga og FantasyGandalfurinn hann Ingimar Helgi Finnsson aka Þrífóturinn aka Semimar Helgi er mikill Tottenham maður og hann sagði mér að hann myndi pósta mynd af sér á twitter á nærfötunum einum ef að Tottenham myndu ekki vinna þennan leik.

Miðað við hvað hann er sigurviss þá verð ég að setja Tottenham sigur á þennan leik: 3:0, tökum Semimar á orðinu með þetta samt.

Chelsea 2 - 1 Southampton (15:00 fimmtudagur)
Stuðningsmannaklúbbur Chelsea á Íslandi ætla allir að hittast í aftursæti á Yaris og horfa á leikinn saman, þannig að það er pláss fyrir einn Southampton stuðningsmann ef hann vill horfa á leikinn með þeim. Willum Þór og Eiður Smári verða sáttir í aftursætunum að leik loknum eftir 2:1 sigur Chelsea manna.

Sheffield Utd 3 - 2 Watford (15:00 fimmtudagur)
Ekki spennandi leikur á pappír, en verður samt skemmtilegur. Sheffield eru vel spilandi og leikmenn Watford hafa alveg verið að skapa sér færi en ekki nýtt þau almennilega eða mér finnst ég amk hafa heyrt það einhverstaðar, nú detta þau inn en það verður ekki nóg. Sheffield vinnur 3:2.

Everton 4 - 0 Burnley (15:00 fimmtudagur)
Ég get stillt upp einhverju klikkaðasta 5 a side liði allra tíma af Everton stuðningsmönnum á Íslandi:

Leifur Garðars yrði Alan Stubbs liðsins, útaf hæð.
Styrmir Erlends yrði Wayne Rooney út af drykkju. Garðar Leifs yrði Leighton Baines út af fæti. Ingvar Jóns yrði Duncan Ferguson út af dólgslátum. Anton leifsson væri Thomas Graversen og myndi bomba alla niður sem væru að fokka í Stubbs.

En já að leiknum, út af stemmara við komu Ancelotti þá vinnur Everton þennan leik 4:0.

Crystal Palace 1 - 1 West Ham (15:00 fimmtudagur)
Palace ekki góðir á heimavelli held ég og West Ham eiga helling inni. Hendi mér samt á jafntefli á þennan, 1:1.

Aston Villa 2 - 0 Norwich (15:00 fimmtudagur)
Svona Ingimundur leikur umferðarinnar, leikur sem enginn vill sjá. 2:0 Aston Villa.

Bournemouth 1 - 3 Arsenal (15:00 fimmtudagur)
Arteta gerir sig all sexy og smellir á sig lego hárinu og mínir menn í Arsenal vinna þennan leik með 3 mörkum gegn 1. Eftir leik missa Arsenal stuðningsmenn sig í gleðinni á Facebook síðu Arsenal manna og byrja að tala um Pep bolta.

Man Utd 3 - 0 Newcastle (17:30 fimmtudagur)
Ég er mikill Steinda Jr fan og veit að hann er einn sá harðasti Newcastle stuðningsmaður landsins þannig að fyrir hans hönd vona ég að Newcastle menn taki þennan leik og hann skelli sér um 19:30 leytið í ongoing eftirpartý Erps.

En því miður held ég að United taki þennan leik auðveldlega, 3:0 sigur Utd manna. Og eftir leik halda Utd menn aftur að Ole Gunnar sé rétti maðurinn sem er gott fyrir alla aðra.

Leicester 2 - 0 Liverpool (20:00 fimmtudagur)
Nú mun frussa úr Liverpool rasshausum því ég ætla að henda á sigur Leicester manna, 0:2.

Leggjum aðeins umræðuna um plast, mengun og allt það til hliðar, það er ekkert jafn hættulegt samfélaginu og ef Liverpool vinnur deildina. Plús að Daði Ólafsson leikmaður Fylkis sagðist ætla Tattooa mynd af Sigmundi Davíð á rasskinina á sér ef Liverpool vinna ekki deildina, og mig langar mjög svo að það gerist.

Wolves 1 - 4 Man City (19:45 föstudagur)
Ég er mikill Man City maður í toppbaráttunni því þetta er the good vs the evil og ég held með hið góða í baráttunni um titilinn. Þetta verður á endanum Man City vs Liverpool að berjast um þetta og plís góði Guð hjálpaðu okkur öllum.

Stuðningsmanna hópur City á Íslandi hittast allir saman á 23 gíra Mongoose reiðhjóli og horfa á sína menn vinna 1:4 sigur á Wolves mönnum, og Gummi Óli prjónar með Gulla Gull á hjólinu að leik loknum.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner