Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. febrúar 2020 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Leiknir F. rúllaði yfir Völsung
Stefán skoraði tvennu og fékk rautt.
Stefán skoraði tvennu og fékk rautt.
Mynd: Hulda Margrét
Stefán Ómar Magnússon átti athyglisverðan leik þegar Leiknir Fáskrúðsfirði lagði Völsung að velli í Kjarnafæðismótinu í kvöld.

Stefán Ómar skoraði tvennu, en hann fékk einnig rautt spjald undir lok leiksins; sitt annað gula spjald. Leiknir vann leikinn 4-0, Marteinn Már Sverrisson og Björgvin Stefán Pétursson skoruðu einnig.

Stefán Ómar og Björgvin Stefán sömdu við Leikni, sem spilar í 1. deild næsta sumar, eftir síðustu leiktíð.

Leiknir er með sjö stig eftir fjóra leiki í A-deild Kjarnafæðismótsins. Leiknismenn eru í fjórða sæti riðilsins. Völsungur er á botni hans, án stiga eftir fimm leiki.

Það var einnig leikið í B-deild Kjarnafæðismótsins í dag. Þar hafði Höttur/Huginn betur gegn Samherjum, 3-0. Höttur/Huginn er á toppi riðilsins í B-deild með tíu stig úr fjórum leikjum. Samherjar enda riðilinn án stiga, en þeir hafa leikið alla sína fimm leiki.

A-deild
Völsungur 0 - 4 Leiknir F.
0-1 Stefán Ómar Magnússon ('31)
0-2 Stefán Ómar Magnússon ('63)
0-3 Marteinn Már Sverrisson ('79)
0-4 Björgvin Stefán Pétursson ('84)
Rautt spjald: Stefán Ómar Magnússon, Leiknir F. ('90)

B-deild
Höttur/Huginn 3 - 0 Samherjar
úrslit frá Úrslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner