Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd reyndi að fá Ings og Pukki
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Janúarglugginn er lokaður en slúðrið fer ekki í frí. Í pakka dagsins kemur Manchester United mikið fyrir, en félagið bætti Odion Ighalo við leikmannahópinn undir lok gluggans í gærkvöldi.


Manchester United reyndi að fá Danny Ings, 27, til sín frá Southampton í janúar. (Telegraph)

United gekk í stað frá lánssamningi við Odion Ighalo, 30, og þarf að greiða himinhá laun hans út tímabilið. (Daily Mail)

Man Utd reyndi einnig að kaupa íþróttamann ársins í Finnlandi - Teemu Pukki, 29 ára sóknarmann Norwich. (Independent)

Juventus vill styrkja miðjuna sína næsta sumar með Paul Pogba, 26, og Ítalanum efnilega Sandro Tonali, 19, sem leikur með Birki Bjarnasyni hjá Brescia. (Calciomercato)

Daniel Levy, forseti Tottenham, fór til Spánar til að ræða við Florentino Perez og reyna að fá Gareth Bale, 30, aftur til Spurs. (Times)

Leicester City hefur áhuga á danska miðjumanni Southampton, Pierre-Emile Hojbjerg, 24. Samningur Hojbjerg rennur út í júní á næsta ári. (Ekstra Bladet)

Nemanja Matic, 31 árs miðjumaður Man Utd, hafnaði því að yfirgefa félagið í janúar og er opinn fyrir því að framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. (Telegraph)

Ashley Young gekk í raðir Inter í janúar og sagði í viðtali að Antonio Conte, þjálfari Inter, hafi reynt að fá sig til Chelsea þegar hann var við stjórnvölinn þar. (Sky Sports)

Carlo Ancelotti segir Richarlison, 22, ekki vera til sölu, sama hversu hátt boðið er. Barcelona var orðað við brasilíska framherjann í janúar en ekkert varð úr því. (Liverpool Echo)

Crystal Palace reyndi að krækja í Jarrod Bowen, 23, og Nathan Ferguson, 19, í gær en mistókst. Bowen endaði hjá West Ham á meðan Ferguson varð eftir hjá West Brom. (Daily Mail)

Jose Mourinho hrósar Daniel Levy fyrir að fá sem mest úr sölunni á Christian Eriksen, 27, til Inter. Danski landsliðsmaðurinn átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við Tottenham en Levy náði að fá rúmlega 20 milljónir evra fyrir hann. (Evening Standard)

Leroy Sane, 24 ára kantmaður Manchester City, er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hann er talinn vilja skipta yfir til Bayern í heimalandinu. (Guardian)

Man Utd mistókst að krækja í Jude Bellingham, 16 ára miðjumann Birmingham City sem er metinn á 20 milljónir punda. (Daily Mail)

Rauðu djöflarnir reyndu einnig að krækja í Adolfo Gaich, tvítugan sóknarmann San Lorenzo í argentínska boltanum, en mistókst. (Fox Sports)

Man City hefur áhuga á Yan Cuoto, 17 ára brasilískum bakverði Coritiba. Barcelona hefur einnig sýnt honum áhuga. (Goal)

Robert Pires, fyrrum stórstjarna Arsenal, telur lærisveina Jürgen Klopp vera heppna að vinna ensku úrvalsdeildina. 'Ósigrandi' lið Arsenal fékk miklu meiri samkeppni, segir Pires. (France Football)

Real Madrid hefur áhuga á Brian Brobbey, 17 ára framherja Ajax. (Mundo Deportivo)

Jurgen Klopp segir ekkert til í því að Mohamed Salah, 27, sé á leið frá Liverpool næsta sumar. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner