Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 01. mars 2020 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að fresta leik Sampdoria og Hellas Verona
Það átti einn leikur að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni annað kvöld, leikur Sampdoria og Hellas Verona, en búið er að fresta honum til 13. maí út af kórónuveirunn.

Fram kom fyrr í kvöld að hann yrði spilaður á bak við luktar dyr, en núna er búið að taka ákvörðun um að fresta honum.

Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskan fótbolta. Sex leikir áttu að fara fram í kvöld, en fjórum þeirra var frestað. Stórleikur Juventus og Inter átti til að mynda fara fram en var frestað.

Ítalía er það land í Evrópu sem hefur komið verst út úr kórónaveirunni. Í landinu hafa 1100 fengið veiruna og 29 látið lífið af sökum hennar..

Sampdoria er í 17. sæti, einu stigi frá fallsæti. Hellas Verona hefur ekki tapað fótboltaleik síðan 7. desember síðastliðinn og er í áttunda sætinu.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner