Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 01. mars 2024 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta félag Búlgaríu vildi fá Danijel Djuric frá Víkingum - „Mjög gott tilboð"
Gekk á endanum ekki eftir út af reglum í Búlgaríu
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi á síðasta tímabili.
Varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ludogorets, stærsta félagið í Búlgaríu, reyndi að kaupa Danijel Dejan Djuric frá Víkingi fyrir stuttu og var samkomulag á milli félaganna um skipti leikmannsins í höfn. Félagaskiptin gengu á hins vegar á endanum ekki eftir út af reglum í búlgörsku úrvalsdeildinni.

Það var Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sem sagði fyrst frá tilboði Ludogorets í gær. Fótbolti.net hafði samband við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála hjá Víkingi, í dag og spurði hann út í þessar fréttir.

„Já, það er hægt að staðfesta að þeir voru mjög áhugasamir. Það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir," segir Kári.

Reglugerðin snýr að leyfilegum fjölda erlendra leikmanna en það er frekar skrítið að það eigi við í tilfelli Danijels þar sem hann er með ríkisborgararétt í Búlgaríu og á Íslandi.

„Hann er talinn sem útlendingur þó hann sé með búlgarskt vegabréf. Þetta var mjög skrítið og ég skil þetta sjálfur ekki alveg 100 prósent. Þetta var eitthvað vegabréfavesen."

Ferlið var komið langt. „Það var komið samþykki á milli félaganna. Þetta stóð tæpt vegna tímarammans. Glugginn er lokaður núna en við vorum að reyna að flýta okkur og vorum komnir með samkomulag. En svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka."

Danijel er 21 árs gamall kantmaður sem ólst upp hjá Breiðabliki en skipti yfir í Víking árið 2022 eftir að hafa í millitíðinni verið á mála hjá Midtjylland í Danmörku. Hann er afar hæfileikaríkur leikmaður og það er áhugi á honum erlendis.

„Þetta er búið núna en það vita allir hversu góður Danijel er. Það eru auðvitað einhverjar líkur á að félög komi inn. Maður veit aldrei hvað gerist þegar það byrjar. Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og þetta hefði verið flott fyrir hann, en það gekk ekki."


Athugasemdir
banner
banner