Bandaríski íþróttavöruframleiðandinn Nike tilkynnti í gær nýjan samning við norska framherjann Erling Braut Haaland en sá samningur mun gilda út feril leikmannsins.
Haaland, sem er á mála hjá Manchester City, var samningsbundinn Nike en sá samningur rann út í byrjun síðasta árs.
Síðan þá hefur Haaland sést í búnaði frá bæði Adidas og Puma auk þess sem hann hefur spilað í Nike.
Athletic greindi frá því í febrúar að Nike væri í bílstjórasætinu um að landa Haaland og staðfesti Nike fregnirnar svo í gær.
Lengd samningsins kemur ekki fram en gert er ráð fyrir því að hann sé út ferilinn. Talið er að þetta sé stærsti samningur sem fótboltamaður hefur fengið hjá framleiðandanum og mun hann þéna meira en Kylian Mbappe gerir, en Mbappe fær 14 milljónir punda á ári frá Nike.
A new era of #9.@erlinghaaland is a Force Of Nature.
— Nike Football (@nikefootball) March 31, 2023
Are you ready?#nikefc pic.twitter.com/7UZrG0dngq
Athugasemdir