Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   mán 01. apríl 2024 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Ipswich endurheimti toppsætið eftir dramatík - Leeds lagði Hull

Ipswich missti toppsætið til Leicester fyrr í dag en var ekki lengi að endurheimta það.


Ipswich tók á móti Southampton í ótrúlegum leik. Ipswich náði forystunni snemma leiks en Che Adams var ekki lengi að jafna metin fyrir Southampton áður en Adam Armstrong náði forystunni.

Ipswich jafnaði metin og Jeremy Sarmiento tryggði liðinu sigur með marki þegar sjö mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Liðið var orðið manni fleiri þar sem James Bree í liði Southampton fékk að líta rauða spjaldið.

Leeds er í 2. sæti eftir sigur á Hull en staðajn var jöfn þar til Leeds fékk vítaspyrnu undir lok leiksins. Crysencio Summerville fiskaði vítið en hann og Joel Piroe rökræddu um það hvor ætti að taka spyrnuna.

Summerville vann baráttuna. Markvörður Hull skutlaði sér en Summerville setti boltann beint á markið og kom liðinu yfir. Það var síðan Daniel James sem gulltryggði sigur liðsins seint í uppbótatíma.

Ipswich Town 3 - 2 Southampton
1-0 Leif Davis ('13 )
1-1 Che Adams ('14 )
1-2 Adam Armstrong ('23 )
2-2 Nathan Broadhead ('68 )
3-2 Jeremy Sarmiento ('90 )
Rautt spjald: James Bree, Southampton ('85)

Leeds 2 - 1 Hull City
1-0 Sam Byram ('9 )
1-1 Fabio Carvalho ('34 )
2-1 Crysencio Summerville ('88 , víti)
3-1 Daniel James ('90 )


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 29 17 7 5 62 33 +29 58
2 Middlesbrough 29 16 7 6 46 29 +17 55
3 Ipswich Town 28 14 8 6 48 27 +21 50
4 Hull City 28 15 5 8 47 40 +7 50
5 Millwall 29 14 7 8 36 35 +1 49
6 Wrexham 29 11 11 7 43 37 +6 44
7 Bristol City 29 12 7 10 40 31 +9 43
8 Watford 28 11 10 7 39 33 +6 43
9 Preston NE 29 11 10 8 36 33 +3 43
10 Stoke City 29 12 6 11 34 26 +8 42
11 Derby County 29 11 9 9 39 37 +2 42
12 QPR 29 11 7 11 40 42 -2 40
13 Birmingham 29 10 9 10 39 38 +1 39
14 Leicester 29 10 8 11 40 43 -3 38
15 Southampton 29 9 10 10 41 41 0 37
16 Swansea 29 10 6 13 32 37 -5 36
17 Sheffield Utd 28 11 2 15 39 41 -2 35
18 Norwich 29 9 6 14 37 41 -4 33
19 Charlton Athletic 28 8 8 12 27 38 -11 32
20 West Brom 29 9 5 15 32 44 -12 32
21 Portsmouth 27 7 9 11 24 37 -13 30
22 Blackburn 28 7 8 13 26 37 -11 29
23 Oxford United 28 6 9 13 27 36 -9 27
24 Sheff Wed 28 1 8 19 18 56 -38 -7
Athugasemdir
banner
banner