Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 01. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Úlli eftir sigur gegn ÍA: Hvað segir Klopp alltaf?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég á ekki til orð hvað ég er stoltur af þessum töffurum. Þetta er hrikalega erfiður völlur að spila á og maður sá að þeir voru búnir að læra betur á hann en við. Við gerðum bara það sem við þurftum að gera til þess að vinna og ég tek hatt minn ofan fyrir þessum drengjum, þvílíkir töffarar.“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir sætan 2-1 sigur á ÍA á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skaginn var betri aðilinn í síðari hálfleik, þú hlýtur að vera sáttur með karakterinn í liðinu að ná inn marki í restina.

„Heldur betur. Við vorum búnir að skapa okkar eigin lukku. Maður gerir það með því að vera duglegur og jákvæður. Við héldum bara áfram allan tímann. Auðvitað er smá lukka í þessu en fyrst og fremst er þetta bara vinnusemi og karakter.“

Sigurjón var magnaður milli stanganna í dag, hversu góður var hann í kvöld?

„Stórkostlegur. Hann gerir slæm mistök á móti Þrótti og hann sýnir úr hverju hann er gerður með því að svar því sem var sagt um hann í kjölfarið af þeim leik. Þetta er bara frábær markmaður. Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari. Hvað segir Klopp alltaf? Hann er svona mentality monster.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan í heild sini?

„Bara geggjuð. Við viljum auðvitað spila skemmtilegan sóknarfótbolta en við gátum það ekki í dag. Við erum með mjög þroskað lið og við getum þetta líka. Við töluðum um það í gær að við sjáum bara til hvað við getum gert. Leikstíllinn okkar var ekki alveg að ganga upp hér. Varnarleikurinn okkar hefur verið góður og við höfum bætt hann gífurlega. Þá snýst þetta bara um að troða in marki. Þessi leikur var bara tekinn á gamla góða berjast, fókus, hlaupa meira en hinir, vera duglegir og sá pakki sko. Við erum góðir í því líka.“

Dofri fer tiltölulega snemma útaf meiddur, veistu eitthvað meira um stöðuna á honum?

„Hann er ekki beint meiddur hann bara fann að hann var mjög tæpur. Hann var hræddur um að meiða sig illa og hann þekkir skrokkinn sinn manna best. Hann var hræddur um að meiðast lengi ef hann myndi halda áfram.“

Þið eigið Gróttu næst á heimavelli, hvernig leggst það verkefni í þig?

„Við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Alveg sama þótt við vinnum fimm í röð eða töpum fimm í röð, við ætlum að vinna alla leiki. Ég ætla að leyfa mér að njóta í kvöld og svo byrja ég að fókusa á Gróttu á morgun.“


Athugasemdir
banner