Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 01. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Úlli eftir sigur gegn ÍA: Hvað segir Klopp alltaf?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég á ekki til orð hvað ég er stoltur af þessum töffurum. Þetta er hrikalega erfiður völlur að spila á og maður sá að þeir voru búnir að læra betur á hann en við. Við gerðum bara það sem við þurftum að gera til þess að vinna og ég tek hatt minn ofan fyrir þessum drengjum, þvílíkir töffarar.“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir sætan 2-1 sigur á ÍA á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skaginn var betri aðilinn í síðari hálfleik, þú hlýtur að vera sáttur með karakterinn í liðinu að ná inn marki í restina.

„Heldur betur. Við vorum búnir að skapa okkar eigin lukku. Maður gerir það með því að vera duglegur og jákvæður. Við héldum bara áfram allan tímann. Auðvitað er smá lukka í þessu en fyrst og fremst er þetta bara vinnusemi og karakter.“

Sigurjón var magnaður milli stanganna í dag, hversu góður var hann í kvöld?

„Stórkostlegur. Hann gerir slæm mistök á móti Þrótti og hann sýnir úr hverju hann er gerður með því að svar því sem var sagt um hann í kjölfarið af þeim leik. Þetta er bara frábær markmaður. Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari. Hvað segir Klopp alltaf? Hann er svona mentality monster.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan í heild sini?

„Bara geggjuð. Við viljum auðvitað spila skemmtilegan sóknarfótbolta en við gátum það ekki í dag. Við erum með mjög þroskað lið og við getum þetta líka. Við töluðum um það í gær að við sjáum bara til hvað við getum gert. Leikstíllinn okkar var ekki alveg að ganga upp hér. Varnarleikurinn okkar hefur verið góður og við höfum bætt hann gífurlega. Þá snýst þetta bara um að troða in marki. Þessi leikur var bara tekinn á gamla góða berjast, fókus, hlaupa meira en hinir, vera duglegir og sá pakki sko. Við erum góðir í því líka.“

Dofri fer tiltölulega snemma útaf meiddur, veistu eitthvað meira um stöðuna á honum?

„Hann er ekki beint meiddur hann bara fann að hann var mjög tæpur. Hann var hræddur um að meiða sig illa og hann þekkir skrokkinn sinn manna best. Hann var hræddur um að meiðast lengi ef hann myndi halda áfram.“

Þið eigið Gróttu næst á heimavelli, hvernig leggst það verkefni í þig?

„Við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Alveg sama þótt við vinnum fimm í röð eða töpum fimm í röð, við ætlum að vinna alla leiki. Ég ætla að leyfa mér að njóta í kvöld og svo byrja ég að fókusa á Gróttu á morgun.“


Athugasemdir
banner
banner
banner