Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 01. júní 2023 22:50
Sölvi Haraldsson
Úlli eftir sigur gegn ÍA: Hvað segir Klopp alltaf?
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég á ekki til orð hvað ég er stoltur af þessum töffurum. Þetta er hrikalega erfiður völlur að spila á og maður sá að þeir voru búnir að læra betur á hann en við. Við gerðum bara það sem við þurftum að gera til þess að vinna og ég tek hatt minn ofan fyrir þessum drengjum, þvílíkir töffarar.“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir sætan 2-1 sigur á ÍA á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skaginn var betri aðilinn í síðari hálfleik, þú hlýtur að vera sáttur með karakterinn í liðinu að ná inn marki í restina.

„Heldur betur. Við vorum búnir að skapa okkar eigin lukku. Maður gerir það með því að vera duglegur og jákvæður. Við héldum bara áfram allan tímann. Auðvitað er smá lukka í þessu en fyrst og fremst er þetta bara vinnusemi og karakter.“

Sigurjón var magnaður milli stanganna í dag, hversu góður var hann í kvöld?

„Stórkostlegur. Hann gerir slæm mistök á móti Þrótti og hann sýnir úr hverju hann er gerður með því að svar því sem var sagt um hann í kjölfarið af þeim leik. Þetta er bara frábær markmaður. Ég bara á ekki orð yfir þennan gæja hann er svo mikill töffari. Hvað segir Klopp alltaf? Hann er svona mentality monster.“

Hvernig fannst þér samt frammistaðan í heild sini?

„Bara geggjuð. Við viljum auðvitað spila skemmtilegan sóknarfótbolta en við gátum það ekki í dag. Við erum með mjög þroskað lið og við getum þetta líka. Við töluðum um það í gær að við sjáum bara til hvað við getum gert. Leikstíllinn okkar var ekki alveg að ganga upp hér. Varnarleikurinn okkar hefur verið góður og við höfum bætt hann gífurlega. Þá snýst þetta bara um að troða in marki. Þessi leikur var bara tekinn á gamla góða berjast, fókus, hlaupa meira en hinir, vera duglegir og sá pakki sko. Við erum góðir í því líka.“

Dofri fer tiltölulega snemma útaf meiddur, veistu eitthvað meira um stöðuna á honum?

„Hann er ekki beint meiddur hann bara fann að hann var mjög tæpur. Hann var hræddur um að meiða sig illa og hann þekkir skrokkinn sinn manna best. Hann var hræddur um að meiðast lengi ef hann myndi halda áfram.“

Þið eigið Gróttu næst á heimavelli, hvernig leggst það verkefni í þig?

„Við ætlum að vinna alla leiki sem við förum í. Alveg sama þótt við vinnum fimm í röð eða töpum fimm í röð, við ætlum að vinna alla leiki. Ég ætla að leyfa mér að njóta í kvöld og svo byrja ég að fókusa á Gróttu á morgun.“


Athugasemdir
banner