Sverrir Páll Hjaltested kom sterkur inn í lið Vals gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Patrick Pedersen var meiddur og Sverrir byrjaði fremstur. Miðverðir FH áttu í fullu fangi við hann. Sverrir kórónaði frammistöðu sína með því að skora seinna mark Vals.
Patrick Pedersen var meiddur og Sverrir byrjaði fremstur. Miðverðir FH áttu í fullu fangi við hann. Sverrir kórónaði frammistöðu sína með því að skora seinna mark Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sló á létta strengi í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn. Þar sagðist hann hafa skammað Sverri fyrr í dag.
„Ég skammaði nú Sverri aðeins í hádeginu. Hann borðaði stærstu túnfisksamloku sem ég hef nokkurn tímann séð. Ég vissi ekki hvort þetta væri brauð með túnfiski eða túnfiskur með brauði," sagði Heimir.
„Ég var ánægður að hann hefði náð að skora þrátt fyrir að hann hefði borðað einhverja stærstu túnfisksamloku sem ég hef séð."
„Hann er með mikinn styrk. Við erum að tala um alvöru hafsenta, við erum að tala um Guðmann og Pétur Viðars sem hafa unnið titla. Þeir eru sterkir en lentu í vandræðum með hann. Þegar hann var að ná sér í stöðu þá áttu þeir í erfiðleikum með að komast fram fyrir hann... svo var hann líka góður í því að stinga sér inn fyrir vörnina," sagði Heimir.
Athugasemdir



