Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 29. október 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Fjórir úrvalsdeildarslagir í deildabikarnum
Mynd: EPA
16-liða úrslitin í enska deildabikarnum klárast í kvöld með fimm leikjum.

Fjórir úrvalsdeildarslagir eru á dagskrá. Arsenal fær Brighton í heimsókn. Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn. Wolves og Chelsea mætast og Newcastle og Tottenham eigast við í síðasta leik kvöldsins.

Man City heimsækir Swansea sem er í 13. sæti Championship deildarinnar.

Brentford, Cardiff og Fulham tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í gær.

miðvikudagur 29. október
19:45 Arsenal - Brighton
19:45 Liverpool - Crystal Palace
19:45 Swansea - Man City
19:45 Wolves - Chelsea
20:00 Newcastle - Tottenham
Athugasemdir
banner