Brendan Rodgers hætti sem stjóri Celtic í gær eftir 3-1 tap gegn Hearts í skosku deildinni um helgina.
Það hefur gengið mjög illa hjá liðinu á tímabilinu en Hearts er með átta stiga forystu á Celtic á toppi deildarinnar.
Það hefur gengið mjög illa hjá liðinu á tímabilinu en Hearts er með átta stiga forystu á Celtic á toppi deildarinnar.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Kieran McKenna komi til greina sem næsti stjóri liðsins. McKenna er stjóri Ipswich en hann hefur áður verið orðaður við Man Utd, Chelsea og Brighton eftir að hafa stýrt liðinu upp um deild tvö ár í röð. Liðið féll úr úrvalsdeildinni sem nýliði í fyrra.
Þá er Robbie Keane einnig sagður vera á óskalista skoska félagsins. Keane er 45 ára gamall Íri en hann var á láni hjá Celtic á sínum tíma og skoraði 16 mörk í 19 leikjum. Hann er stjóri Ferencvaros í Ungverjalandi í dag.
Ange Postecoglou er talinn líklegasti arftaki Rodgers en hann var rekinn frá Nottingham Forest fyrir rúmri viku síðan eftir 39 daga í starfi.
Martin O'Neill og Shaun Maloney stýra Celtic til bráðabirgða en O'Neill sagði að Celtic væri líklega að leita að ungum stjóra sem hefur náð góðum árangri.
Athugasemdir

